14.11.2009 | 12:54
tölvuleysi og tímaleysi
Þegar heim var komið tók við mikil vinnutörn en flesta dagana að föstudeginum undanskildum var unnið fram á kvöld, en meðal annars var skipt um ljósavél í Stapaey.
Dagar myrkurs hafa staðið yfir hér að undanförnu en að þessu sinni hefur maður misst af öllu sem boðið hefur verið upp á. Stefnan er þó tekin á sviðamessu í kvöld. Á morgun verður svo ekið til Reykjavíkur, krökkum skilað og einn fundur tekinn í bænum á mánudag og svo nær maður vonandi aftur heim á mánudagskvöld.
Úr fréttum vikunnar stendur upp úr að ríkisstjórnin hyggst hækka tekjuskatt allverulega, flækja skattkerfið, hækka virðisaukaskatt og ýmis opinber gjöld.
Í kreppu skiptir mestu að draga úr atvinnuleysi til að koma hinum svokölluðu hjólum atvinnulífsins í gang og tekju grunnurinn verði þannig meiri og tekjurnar meiri en aukinn skattur hefur neikvæð áhrif á þetta þar sem vilji fólks til að vinna minnkar, vilji til að skapa ný störf, vilji til að stofna ný fyrirtæki minnkar og starfandi fyrirtæki halda að sér höndum, auk þess sem hættan eykst á að fleiri flytji úr landi. Þessar aðgerðir eiga að bæta hag ríkissjóðs en þetta gæti hæglega haft öfug áhrif þannig að tekjur ríkissjóðs minnka og ríkissjóður verður ver staddur, en auk minni vinnuvilja minnka ráðstöfunartekjur og því verður minna keypt af vörum sem bera virðisaukaskatt. Þetta er vel þekkt úr hagfræðinni og Ragnar Árnason hagfræðingur benti á í Kastljósi á þriðjudag en hann taldi einnig að tessar tillögur væru illa ígrundaðar.
Virðisaukaskattur hækkar, eldsneyti verður dýrara, rafmagn verður dýrara, verðbólga eykst, sem þýðir hærri afborganir lána og þetta mun bitna verst á þeim sem eru með tekjur á bilinu 300.000 - 600.000. en í þeim hópi er m.a. ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, koma sér upp húsnæði o.s.frv.
Síðan skýlir hin svokallaða ríkisstjórn sér á bak við það að þetta þurfi að gera til að borga Icesave skuldir en það er svolítið kúnstugt að enginn hefur sýnt fram á það með lögfræðilegum rökum að okkur beri í raun að borga þetta, heldur vilja Jóhanna og Steingrímur að við beygjum okkur fram og leyfum Bretum og Hollendingum að koma fram vilja sínum. Þau hafa jafnvel gerst svo djörf að halda því fram að eitthvað samtal eða minnisblað frá því fyrir ári síðan geri það að verkum að íslenska þjóðin sé búin að skuldbinda sig til margra áratuga. Það þarf nú meira til en það, t.d. samþykki alþingis. Já og svo hefði líka verið fínt að vera með sterka þjóðarleiðtoga sem þora að standa í hárinu á erlendum ríkjum eins og gert var þegar íslendingar og Bretar áttu í þorskastríði.
Góða helgi.Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.