Þjóðaratkvæðagreiðsla?

Í gær birtust í Morgunblaðinu frá vefsíðunni http://www.andriki.is/ (Sem bæ ðe vei er vefsíða sem afar hollt er að lesa öðru hvoru) þar sem rifjaðar voru upp glefsur úr þingræðum Atla Gíslasonar frá því fyrir tæpu ári síðan.  Þar lýsti Atli skoðunum sínum á því að Íslenska ríkið ætti að taka á sig skuldbindingar sem nema hundruðum milljarða vegna Icesave og þar kom fra að hann var gjörsamlega mótfallinn því.  Síðan þá hefur sú breyting orðið að flokkurinn hans, Vinstri Grænir er kominn í ríkisstjórn en ekkert annað hefur breyst.  Ekki heldur það að Íslensku þjóðinni beri sú skylda að greiða Icesave skuldbindingarnar.  Enginn hefur sýnt fram á það með lögfræðilegum rökum að íslenska ríkið beri ábyrgð á Icesave.  Samkvæmt því ber því Íslendingum ekki að greiða þessar skuldbindingar fyrr en þá að ríkisstjórnin hefur samþykkt þær.  Maður hefði því vænst þess að geta treyst á að Atli Gíslason fylgi sannfæringu sinni og greiddi atkvæði gegn samningunum.  Reyndar þurfti Atli að taka sér frí frá þingstörfum á meðan atkvæðagreiðslan fór fram, af persónulegum ástæðum, þar sem hann stendur í flutningum þessa dagana.  Bölvuð óheppni að þetta skuli hittast svona á.  Alltaf þarf eitthvað að koma upp á.

Í stefnuskrám Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fyrir kosningarnar í vor var sérstaklega tekið fram að visa ætti stórum málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hjá Vinstri grænum var þetta svona:

Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði - vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

Hjá Samfylkingunni var þetta svona:

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.

Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá

  • Þjóðaratkvæðagreiðslur.
  • Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
  • Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
  • Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Nú er ekki búið að breyta lögunum á þennan hátt en......

Forseti Íslands hefur lýst því yfir og staðfest að synjunarréttur forsetans sé í fullu gildi.  Varla hefur hann skipt um skoðun nýlega.  Það ætti að létta forsetanum enn frekar ákvörðunina, að tugir þúsunda hafa skráð sig á http://www.indefence.is/ (það er enn hægt að skrá sig þar)þar sem biðlað er til forsetans að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Miðað við kosningaloforð Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar ættu meðlimir þeirra samtaka því að gleðjast ef þetta fer í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eða hvað?
mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn nú er að Atli var keyptur um daginn.

Verðmiðinn?

Hann verður dómsmálaráðherra frá og með Mars 2010!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Iss hann verður ekki dómsmálaráðherra það verður allt sprungið fyrir þann tíma.

Nei þau eru fljót að gleymast kosningaloforðin hjá VG sem og öðrum, reyndar held ég að engin hafi kúvent jafnhratt og örugglega og VG og Samfylking gerðu núna eftir kosningar.

Og þegar þessir ágætu herrar eru minntir á þetta það "hentar" það ekki eða "það er ekki hægt að kjósa sig frá skuldbindingum" og svo framvegis....

Ljóta helvíis bullið.......t

Eiður Ragnarsson, 8.12.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband