10.12.2009 | 23:54
Adam Lambert
Þá að plötunni sem kom út í nóvember og er farin að sjást í verslunum. Platan ber nafnið "For your entertainment". Það sem mér finnst forvitnilegast við plötuna er, að á henni fær Adam ýmsa fræga tónlistarmenn til að semja fyrir sig og með sér. Má þar nefna Matthew Bellamy úr Muse, Justin Hawkins úr Darkness, Pink, Lady GaGa, Rivers Cuomo úr Weezer, Ryan Tedder úr One Republic, Linda Perry úr 4 non Blondes. Fleiri koma við sögu sem hafa látið mikið til sín taka í tónlistarframleiðslu. Á disknum blandast saman rokk, diskó, raftónlist, R&B. hver verður að dæma fyrir sig en hér er á ferðinni fyrsta flokks poppplata, ein af betri poppplötum ársins að mínu mati og ef maður getur gleymt því um stund að Adam hafi verið í Idol, er vel hægt að njóta þess að hlusta á hann, enda frábær söngvari með fyrsta flokks tónlistarfólk með sér. Síðan er bara vonandi fyrir Adam að hann höndli frægðina.
Ég fann ekkert almennilegt myndband með lagi af þessari nýju plötu hans en þó er hægt að hlusta á þau flest þar. Kannski er rétt að benda sérstaklega á Pick U up eftir Rivers Cuomo, Soaked eftir Matt Bellamy og Fever eftir Lady Gaga en kannski má segja að þeir sem hafa gaman af Mika, Muse og Lady Gaga gætu haft gaman af þessari plötu.Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er alveg óhætt að segja að það sé talsverður MUSE keimur af þessu, hljómar ágætlega, verst hvað hulstrið og umgjörðin er hrikalega ljót.
Hér er hægt að hlusta á tóndæmi.
http://myplay.com/audio_player/adam-lambert/469831/500964/500965?allowBrowsing=1
Ingþór (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.