28.12.2009 | 23:37
Pants Yell! og jólin
Eitt agnarlítið tríó frá Boston er allrar athygli vert, en það heitir Pants Yell! Tríó þetta var einmitt að senda frá sér sína fjórðu plötu sem heitir "Received pronunciation". Það sem eftir stendur eftir hlustun á henni, er minimalismi, en lögin eru stutt og einföld, aðeins níu talsins þannig að heildarlengd plötunnar er 26 mínútur. Það að platan sé svona stutt þýðir, að ekki er pláss fyrir mikið annað en það allra nauðsynlegasta, engin löng gítarsóló, engar langar og tilfinninganæmar ballöður, engir auka millikaflar, ekkert auka textablaður. Þetta þýðir ekki að á plötunni sé ekki komið víða við þar sem fjallað er um kulnaða ást (cold hands), hroðalegur fúkyrðaflaumur (got to stop), kærasta vinkonu hans sem er fáviti (someone loves you), og nostalgíu í einu ballöðunni (not wrong). Lögin hjá þeim eru fín og þau bestu eru Cold hands, Someone loves you, og Frank and Sandy en eftir að hafa hlustað á öll níu lögin vildi maður eiginlega að þau hefðu verið aðeins fleiri.
Annars voru jólin hjá mér svona:
Aðfangadagur:
Éta.
Pakkaupptaka.
Éta.
Jóladagur:
Éta.
Gönutúr.
Éta.
Skauta.
Éta.
Horfa á sjónvarp.
Éta.
Annar í jólum:
Éta.
Lesa.
Éta.
Spila fótbolta.
Éta.
Horfa á sjónvarp.
Éta.
Lesa.
Éta.
Þriðji í jólum:
Éta.
Telja fugla.
Sækja krakka.
Éta.
Bless.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.