Er Hafrannsóknarstofnun hæf til að koma að fiskeldismálum á Íslandi?

Hafrannsóknarstofnun hefur nú hvað eftir annað á nokkrum mánuðum komið fram með mjög svo ófagmannlegum hætti í málum er snúa að fiskeldi.  Hvað sem veldur því, kunnáttuleysi eða persónulegar skoðanir einstakra starfsmanna er ekki gott að segja, en ef á að byggja upp fiskeldi af fagmennsku væri ef til vill best að fá einhverja aðra en Hafró að þeirri vinnu frekar en að fela Hafró nánast alræðisvald í þessum málum þrátt fyrir að stofnunin misstígi sig trekk í trekk.  Núverandi ríkisstjórn hefur einmitt lýst því yfir að hún vilji styðja við áframhaldandi uppbyggingu á fiskeldi í sátt við náttúru og menn og er það vel enda er laxeldi ein umhverfisvænasta matvælavinnsla sem hægt er að stunda ef vel er að því staðið.

Sigurður Guðjónsson sem áður starfaði fyrir veiðimálastofnun og núverandi forstjóri Hafró er að margra mati of tengdur veiðiklúbbunum til þess að hann geti talist hæfur til að koma að skipulagninug fiskeldis á Íslandi.  Þegar hann starfaði fyrir Veiðimálastofnun skrifaði hann m.a. skýrslu sem bar heitið „Even the evil needs a place“ þar sem umfjöllunarefnið var laxeldi og hvernig væri hægt að hafa það í lágmarki.  Þá helt hann fyrirlestur á málþingi um neikvæð áhrif sjókvíaeldis í apríl 2016.  Fiskeldisiðnaðurinn hefur sýnt mikla þolinmmæði og reynt að koma á móts við þá vinnu sem Hafró ynnir af hendi með þá von í brjósti að persónulegar skoðanir ekki látnar flækjast fyrir vísindalegum vinnubrögðum.

Mynd_0402140

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af vef LV

 

Aðrir starfsmenn sem hafa komið að þessari vinnu eru líka fyrrverandi starfsmenn veiðimálastofnunar sem hafa bein tengsl við stangveiðigeirann og Ragnar Jóhannsson efnafræðingur.  Eflaust eru þetta hinir mætustu menn en hvort þetta séu þeir bestu sem völ er við gerð áhættumats og erfðablöndunar má eflaust setja spurningamerki við, allavega er verið að sá fræjum vafans með núverandi fyrirkomulagi.

Burðarþolsmat

Hafró gaf út burðarþolsmat í mars árið 2017.  Var það talið grunnur að því fiskeldi sem hægt væri að byggja upp margar mismunandi skoðanir voru á burðarmatinu, sumum þótti það of lítið og öðrum of mikið.  Það sem var þó athyglisvert við matið var hversu ónákvæmt það var en mat hvers fjarðar hleypur á þúsund tonnum. 

Áhættumat

Í júlí 2017 gaf Hafró svo út svokallað „áhættumat“ vegna erfðablöndunar.  Það var strax ljóst að það var illa unnið og fékk það á sig mikla gagnrýni.  Hér verða nefnd nokkur atriði sem bera vott um ófagmannleg vinnubrögð sem stofnun sem ætlar að láta taka sig alvarlega hlýtur að taka mjög nærri sér.

  • Áhættumatið hefur ekki hlotið rýni annarra vísindamanna sem gæti bent til þess að starfsfólk Hafró viti hversu gallað áhættumatið er og vilji ekki fá álit annarra vísindamanna á því.
  • Hugtakið áhættumat. Athyglisvert er að þeir sem unnu að „áhættumatinu“ hafa enga menntun hlotið í því hvernig á að framkvæma áhættumat enda metur reiknireglan sem fundin er ekki áhættu heldur líkindi.
  • Í skýrslunni eru með afar hæpnum forsendum reiknaðar út líkur á að fiskur komist upp í á. Þegar áhætta er reiknuð út þarf að taka inn í dæmið hvaða afleiðingar það hefur í för með sér en það er ekki gert í áhættumatinu.  Þar með er titill skýrslunnar rangur og þá væntanlega niðurstaðan líka og hið svokallaða áhættumat er því ekki áhættumat og skýrslan þar með fallin um sjálfa sig.  Þetta bendir til kunnáttuleysis þeirra sem að gerð skýrslunnar komu og líklegt verður að teljast að enginn af þeim sem komu að gerð skýrslunnar hafi hlotið tilsögn í gerð áhættumats.  Hvað afleiðingarnar varðar þá er það með ólíkindum að hafbeitarám sé gefið sérstakt verndargildi en árið 2004 var sjókvíaeldi leyft á vestfjörðum og austfjörðum vegna þess að á þessum svæðum voru árnar ekki taldar hafa sérstakt verndargildi.  Þess má geta að í Noregi er bannað að sleppa fiski í ár til að rækta þær upp en þar í landi þykir það of mikið inngrip enda með því komið í veg fyrir náttúrulegt val.
  • Fjölgunarhæfni eldisfisks. Það hefur verið sýnt fram á að fjölgunarhæfni eldisfisks er ekki nærri þvi jafn góð og villts fisks sem leiðir til þess að líkurnar á að eldisfiskur fjölgi sér minnka.  Þá kemur fram í „áhættumatinu“ að reiknað er með að 15% af þeim fiski sem mögulega myndi sleppa væri kynþroska þegar staðreyndin er sú að 0% er kynþroska við slátrun.
  • Í skýrslunni er gengið út frá því að eldisfiskur sleppi og þar er fullyrt að 0,8% af hverju framleiddu tonni sleppi.  Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið þar sem ekkiert samband er á milli tonnafjölda og sleppinga.  Nær væri að miða við fjölda seiða sem sett eru út.  Með þessum rökum væri hægt að draga úr sleppingum með því að slátra stærri fiski. Þar að auki er talan 0,8% að hluta til miðuð við þá tíma í Noregi þegar ekki var búið að taka í notkun reglur um öruggan eldisbúnað en eftir að staðall um búnað í fiskeldi dró umtalsvert úr sleppingum og nú er svo komið að sleppingar eru nánast úr sögunni.
  • Ratvísi eldisfiska. Því er haldið fram í skýrslunni að 15% eldisfiska sem sleppa leiti upp í straumvötn.  Þetta er u.þ.b. 20 föld ratvísi miðað við tölur frá veiðiréttarhöfum og þeim fjölda sem þeir hafa sleppt í árnar.  Hver vegna Hafró kýs að nota þessa tölu er óskiljanlegt en augljóslega skekkir þetta niðurstöður reiknilíkansins sem margir kalla „áhættumat“.
  • Þá er ekki tekið tillit til stærðar þess fisks sem sleppur en það skiptir verulegu máli þar sem stærri fiskur fer síður upp í árnar.
  • Miklu plássi skýrslunnar er eytt í umræðu um geldfisk en sú umræða er algerlega ótímabær. Vonandi kemur að þeim tíma sem geldfiskur verður nothæfur í eldi en það geta liðið mörg ár þangað til það verður.  Það að ætlast til þess að í fiskeldi sé notuð tækni sem ekki er búið að þróa er afar hæpið, svona álíka eins og að skikka Ferðaskrifstofur til að selja ferðir til Mars.
  • Engar tilraunir eru gerðar til þess í matinu að meta áhrif fyrirbyggjandi aðgerða s.s. notkun ljósa, stærri útsetningarstærðar og fleira sem reyndar er gert nú þegar.

Svikin Loforð um endurskoðun áhættumats.

Fulltrúar ráðuneyta, LF og LV skrifuðu undir stefnumótun í fiskeldi þar sem áhættumat Hafró var lagt til grundvallar og þar var samþykkt að áhættumatið yrði endurskoðað og að tekið yrði tillit til nýrra upplýsinga.  Með þetta skrifaði LF undir og olli það mikilli óánægju meðað félagsmanna, m.a. sagði HG sig úr samtökunum.  Nú hefur Hafró svikið þetta samkomulag og enn og aftur sett uppbyggingu fiskeldis í algera óvissu.  Í fréttatilkynningu á heimasíðu Hafró segir m.a.:

  • „Áhættumatið var unnið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar ásamt erlendum sérfræðingum og hefur hlotið rýni erlendra sérfræðinga.“ Hér er ekki sagt satt og rétt frá af því að áhættumatið hefur ekki hlotið rýni erlendra sérfræðinga en til þess að rýni teljist marktæk þar fað birta hana í viðurkenndum ritum, ekki er nóg að erlendir aðilar lesa yfir eða setja nafn sitt við skýrluna eða hluta hennar iens og raunin virðist vera.
  • „Í kjölfar vinnu nefndarinnar var skrifað frumvarp til laga um breytingar á lögum um fiskeldi .... Því miður varð frumvarpið ekki að lögum á vorþingi en til stendur að endurflytja málið á komandi haustþingi“. Þetta er athyglsivert orðalag þar sem persónulegar skoðanir stufnunarinnar fá pláss í opinberri fréttatilkynningu.
  • „Helstu stofnanir eins og Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun hafa stuðst við áhættumatið og burðarþolsmat einstakra hafsvæða í sinni vinnu“. Samkvæmt samtölum við starfsfólk MAST er hér ekki rétt með farið enda eiga þessar stofnanir að starfa eftir þeim lögum sem eru í gildi.
  • „Fyrir liggur að í núgildandi lögum er ekki að finna heimild til að draga úr eldi sem leyft hefur verið á grunni áhættumats reynist leyfilegt eldi vera of mikið.“ Það að Hafró hafi ekki verið búið að kynna sér þetta áður en áhættumatið var gefið út hlýtur að vera afskaplega athyglisvert.
  • „Til að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumatsins hefur Hafrannsóknastofnun í hyggju að gera frekari rannsóknir og hyggst stofnunin óska eftir fjármagni í þeim tilgangi“. Öll þessi vinna ber að sama brunni.  Það á að nota þetta til þess að ná út eins miklum peningum eins lengi og hægt er.  Finna má stningar sem eru orðaðar á svipaðan hátt í áhættumatinu og bruðarþolsmatinu já og sennilega á fleiri stöðum.
  • „Meðal annars þarf að gera rannsókn á hvort sá norskættaði stofn sem hér er notaður í fiskeldi lifir af sjávardvöl við Ísland. Þetta yrði gert með rannsóknum þar sem seiðum af eldisstofninum yrði sleppt í hafbeitaraðstöðu á Vestfjörðum og á Austfjörðum. Rannsóknin yrði takmörkuð að umfangi og seiðum af íslenskum stofnum sleppt til samanburðar“. Þeir ætla sem sagt að sleppa eldisfiski í sjóinn til að athuga hvað gerist.  Er þetta ekki það sem áhættumatið átti að koma í veg fyrir?  Hvað segja veiðimenn um þetta?  Verði erfðablöndun vegna þessa verður þá eldisfyrirtækjunum kennt um?
  • „Þá hefur stofnunin í hyggju að gera takmarkaða tilraun í Ísafjarðardjúpi til að rannsaka ákveðna þætti í fiskeldi í samvinnu við eldisfyrirtæki. Tilraunin yrði takmörkuð í magni við hámark 3.000 tonn af frjóum laxi og til 5 ára. Umhverfisþættir yrðu mældir sérstaklega og þá yrði umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Í eldinu yrðu vaktaðir almennir þættir eins og lifitala, vöxtur og kynþroski“. Þarna ætlar Hafró að ná sér í aura til þess að ná í upplýsingar sem þegar eru tiltækar innan eldisfyrirtækjanna.  Þetta segir býsna mikið um þekkingarleysi innan stofnunarinnar.

Að þessari samantekt lokinni má spyrja hvort Hafró sé hæf til að koma að vinnu við fiskeldi.  Ef til vill væri nær að Sjávarútvegsráðuneytið réði til þess aðila sem hafa reynslu á þessu sviði.  Þeir aðilar eru líklega ekki til hér á Íslandi, heldur þyfti að leita út fyrir landsteinana.  Sú óvissa sem nú hefur skapast er algerlega óþolandi enda búið að fjárfest fyrir milljarða og þetta mun tefja verulega og jafnvel hindra frekari uppbyggingu á austfjörðum og vestfjörðum.  Það er ekki verið að biðja um fyrirfram gefna niðurstöðu, heldur að unnið verði af fagmennsku og lögum og reglum í landinu fylgt.


Bloggfærslur 14. ágúst 2018

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband