4.7.2010 | 00:42
HM 3. júlí
Það var ekki við öðru að búast en að þetta yrði hörkuleikur þar sem þetta voru búin að vera tvö bestu og skemmtilegustu liðin í keppninni til þessa og eiginlega synd að þetta gæti ekki orðið úrslitaleikurinn. En Þjóðverjarnir sýndu nánast fullkominn leik þar sem Argentínumönnum var refsað fyrir minnstu mistök og þeir nýttu sér vel helstu veikleika Argentínumanna, bakverðina, á sama tíma og þeir náðu að koma með svör við helstu styrkleikum þeirra í sókninni með Tevez, Higuain og Messi í fararbroddi. Það er hreinasta unun að horfa á Þjóðverjana spila og nú vonast maður bara til þess að þeir fari alla leið og verði heimsmeistarar en miðað við spilamennskuna fram að þessu ætti það að takast. Hins vegar eru það erfiðir mótherjar sem bíða þeirra og verður spennandi að sjá hvernig þeir leikir fara. Já og það er eftirsjá af Argentínumönnum en þeir eru búnir að vera afar skemmtilegir á mótinu.
Spánn - Paraguay.
Flestir áttu von á að Spánn færi tiltölulega létt í gegnum 8 liða úrslitin enda Paraguay af mörgum talið slakasta liðið í 8 liða úrslitunum. Það tók hins vegar Spánverja 82 mínútur að komast yfir gegn Paraguayum og sigurinn hefði svo sem getað lent hvoru megin sem er. Í heild var leikurinn frekar bragðdaufur að undanskildum fjórum mínútum (frá 57. - 61. mín) þar sem þrjár vítaspyrnur voru teknar og þær hefðu víst getað verið fleiri en samt sem áður var staðan 0 - 0 að þeim loknum. En Spánverjar hafa David Villa sem er búinn að vera frábær í þessu móti og það verða því Spánverjar og Þjóðverjar sem mætast í hinum leiknum þar getur víst allt gerst. Spennan magnast.
![]() |
Villa tryggði Spáni sigur og undanúrslitaleik við Þýskaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 66462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.