HM - Undanúrslit

Þá eru liðnir 27 dagar frá því að HM hófst og nú er það ljóst að það verða Hollendingar og  Spánverjar sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn og Uruguay og Þýskaland keppa um þriðja sætið.  Það verður því nýtt land sem fær nafn sitt skráð á bikarinn en þessi lið hafa aldrei mæst í úrslitum stórmóts og hvorugt orðið heimsmeistari. 

Hollendingar unnu Úrúgvæa nokkuð auðveldlega og virtust Úrúgvæarnir frekar þreyttir eftir hina hörðu rimmu þeirra við Ganverja.  Þeir geta þó borið höfuðið hátt eftir keppnina en 3 - 4. sæti er nú ekki slæmur árangur og liðið hefur spilað skemmtilegan fótbolta.  Van Bronckhorst skoraði eitt af mörkum keppninnar í leiknum en annað sem bar til tíðinda var að Forlan var sennilega að spila sinn slakasta leik í keppninni til þessa og þrátt fyrir að hann skoraði eitt mark var frammistaða hans ekki nægilega góð til að koma í veg fyrir sigur Hollendinga.  Þá var merkilegt hvað Van Bommel var lengi að fá gult spjald, þrátt fyrir mörg brot í leiknum slapp hann þangað til í uppbótartíma.

Svo er það seinni undanúrslitaleikurinn.  Ég hélt með Þjóðverjum enda voru þeir búnir að vera skemmtilegastir og frábærastir allt mótið.  Spánverjar voru samt mun betri aðilinn í leiknum án þess að skapa sér mörg færi og hinu unga liði Þjóðverja varð ekki ágengt með að prjóna sig í gegnum sterka vörn Spanjólanna.  Úrslitin voru því sanngjörn og það er eftirsjá af Þjóðverjum en þar sem liðið er ungt má reikna með því sterku í næstu keppni.

Þetta mót er búið að vera frábær skemmtun.  Þó sér maður einn og einn væla yfir því að það sé hneyksli að sjónvarp allra landsmanna skuli vera að sýna frá íþróttaviðburðum sem þessum.  Ég verð nú bara að segja að þetta fólk ætti frekar að samgleðjast okkur þessum sem finnst þetta besta sjónvarpsefni sem völ er á og virkilega góð tilbreyting á annars flatri og einsleitri dagskrá.  Það er örugglega erfitt að gera öllum til hæfis en þetta allavega lífgar upp á tilveruna hjá stórum hluta þjóðarinnar og svo fer a.m.k. ég í gott sjónvarpsfrí að lokinni keppninni.
mbl.is Spánn leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hér. Skil ekki þessar væluskjóður, já væluskjóður, sem geta ekki unnt meirihlutanum að fá sjónvarpsefni við hæfi öðru hvoru. Og líka sammála því að þetta er einhvert besta HM-mót sem ég hef séð og hef ég séð þau öll frá '82.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 66186

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband