15.5.2011 | 22:09
Hammond
Ţá er Hammond hátíđinni lokiđ. Af ţeim sex hátíđum sem haldnar hafa veriđ var ţessi ađ mínu mati sú skemmtilegasta af ýmsum orsökum. Á fimmtudagskvöld spiluđum viđ heimadrengirnir okkar prógramm sem innihélt ađ ţessu sinni eingöngu David Bowie lög. Persónulega fannst mér ţetta prógramm ţađ skemmtilegasta sem viđ höfufum veriđ međ á Hammond hátíđ en fólk hefur veriđ ófeimiđ viđ ađ klappa manni á bakiđ eftir tónleikana og jafnvel stoppa mann út á götu til ađ gefa hrós.
Föstudagskvöldiđ var fremur hefđbundiđ Hammondhátíđarblúsföstudagskvöld, frábćrir flytjendur en blessađur blúsinn er ekki minn melrósestebolli. Ég er orđinn leiđur eftir eitt lag og athyglisbresturinn veldur ţví ađ hugurinn hvarflar út af hótelinu og flýgur á brott til hinna ýmsu stađa, en öđru hvoru lendir hann aftur inn á Framtíđinni ţegar snillingarnir á sviđinu gera eitthvađ eftirtektarvert. Reyndar yljuđu smellir eins og Green onions og Sleep walk manni um nýrnahetturnar. Hann getur spilađ á Hammondiđ litla kvikindiđ" varđ Páli Rózinkranzz ađ orđi, en ungur Hammondleikari,Tómas Jónsson, sýndi ótrúlega fingrafimi sýna á orgelinu. Auđvitađ lék Gummi pje á gítarinn eins og hann vćri ekki af ţessum heimi og svo voru Jói Hjöllll trommari og Róbert bassaleikari eins og einn mađur, svo samstilltir voru ţeir í taktvissu sinni.
Laugardagurinn var svo sérstaklega skemmtilegur. Hinir ćrslafullu Baggalútar hituđu upp fyrir tónleikana međ ţví ađ lýsa Eurovision kepninni á sinn einstaka hátt, međ ţví ađ bulla út í eitt um lög, flytjendur og lönd. Sennilega hefur ţađ veriđ kostur ađ ţekkja flest lögin og textana sem ţeir fluttu og ţađ hefur eflaust gert ţađ ađ verkum ađ mér fannst ţetta laugardagskvöld ţađ skemmtilegasta af öllum ţeim laugardagskvöldum á Hammond hátíđ sem ég hef veriđ á.
Tónleikarnir í kirkjunni á sunnudag voru svo vel til ţess fallnir ađ enda hátíđina. Jósep Kiss hóf dagskrána međ ţví ađ ţenja sína miklu tenór rödd ţannig ađ vegna titrings í kirkjubyggingunni sem fylgdi háu séunum hafđi mađur á tímabili smá áhyggjur af stóru glerrúđunum í kirkjunni, eitthvađ kosta ţćr nú og ekki er sóknarnefndin neitt forrík. Svo tóku Ellen og Eyţór viđ en Ellen og Jósep eru álíka ólíkir söngvarar og ljón og skógarţröstur. Ţćgileg rödd Ellenar og spilamennska Eyţórs urđu ţess valdandi ađ manni leiđ vel á ţessum tónleikum, ţetta var svona pínu kósí, enda flytjendurnir í meiri nálćgđ viđ áheyrendur en á sviđinu á Hótelinu.
Ţađ hafa sem sagt allir átt ađ geta fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi, popp, rokk, jazz, blús, kántrý, klassík og rólegheit. Nú er bara ađ byrja ađ láta sig hlakka til nćstu hátíđar.
Hér er svo smá sýnishorn frá fimmtudeginum.
Um bloggiđ
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.