Sunnudagsbíltúr

Það er ekki á hverjum sunnudegi sem hægt er að fara smá rúnt til þess að kíkja á eldgos en það var hægt í dag.  Sunnudagssteikin var því ekki elduð, heldur var sest upp í bíl með myndavélar að vopni og smá kaffilögg í brúsa og stefnan tekin á Fagurhólsmýri.  Á Almannaskarði var stanzað til þess að kíkja suður með Vatnajökli en þaðan mátti sjá upp af jöklinum gráfjólubláan himin sem var ekki gráfjólublár himinn, heldur gráfjólublátt öskuský.  Þá varð það ljóst að við myndum ekki sjá tignarlegan hvítan skýstrók stíga upp af Grímsvötnum, heldur yrði mökkurinn eitthvað dreifðari.  Áfram var haldið og í suðursveit fór að bera á að aska þyrlaðist upp af malbikinu og þegar komið var vestur fyrir Kálfafell, (sem er rétt hjá Hrollaugsstöðum, þar sem einu sinni voru oft haldin böll og þar er skóli og íþróttavöllur og eitthvað fleira dótarí) þá fóru að sjást fjöldinn allur af litlum skýstrókum, eða öskuskýstrókum, og þar sem það er ekki á hverjum sunnudegi sem hægt er að sjá skýstróka læv, þá var ákveðið að stansa og horfa á þá dansa um aurana í kringum Steinavötn. 

strókar

Eftir þetta fór öskumistrið að verða þéttara.  Á Jökulsárlóni voru jakarnir svartir og dökkt ský var yfir jöklinum og hluta af lóninu. 

svartur ís 

Áfram var haldið og á Fagurhólsmýri var skyggnið farið að minnka.  Þegar stigið var út úr bifreiðinni fór mann strax að svíða í augu og háls út af öskunni.  Við vorum búin að ákveða að fara ekki lengra og því var haldið heim á leið, það var gaman að fá nasasjón af þessu en í Hamarsfirði mátti sjá í öskuskýið inn af Hamarsdalnum og miðað við veðurspá má allt eins reikna með að skýið gægist eitthvað til okkar í vikunni.

Kvísker


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband