12.4.2012 | 07:51
Staðarskáldin V
Langabúð
Líttu inn í Löngubúð
Ljúft er hér að mætast
Undir hinni öldnu súð
Ilmar kaffið sætast.
Öfugsnúður
Hin tvíkynja Tóta á Bakka
Var til með að láta það flakka
Í eróbik tíma
Var hún alltaf að glíma
Við að eiga með sjálfri sér krakka
Slys
Á vorljósri nótt er æskan sér undi við dans
Á örskammri stundu var gleðinni snúið í hryggð
Sem eldur í sinu barst fréttin frá manni til manns
Það var myrkur og þögn þessa nótt í lítilli byggð.
Því einn af þeim bestu sem átti að vera hér kyrr
Til annarra starfa var hrifinn í skyndi á brott
Örlaganornin er óvægin rétt eins og fyrr
Aldrei fæst svar þótt um tilgang lífsins sé spurt.
Svo hljóð var svú nótt að hjartsláttur dundi sem gnýr
Og hlakkandi mávur í fjörunni þagði sem steinn
Dagur í austri sem ætlaði að hljóma hér nýr
Í auðmýkt stóð kyrr þó hann kynni að verða of seinn.
Og döggin í grasinu glitraði rétt eins og tár
Er grátandi moldin felldi á örlagastund
Fjörðurinn hér sem var vanur að vera svo blár
Var vafinn í gráma sem fyllti hvert ögur og sund.
Og ennþá er munað hvert andartak þessa nótt
Þótt aftur sé fjörðurinn hér orðinn skínandi blár
Stundum er samt eins og allt verði óvenju hljótt
Og ennþá er moldin að fella saknaðartár.
Svo er hér eitt fallegt ort með óbundnum hætti
Sumarnótt við Svalbarðstanga
Sandgrátt
Himingrátt
Sjógrátt
Ekkert
Sem stingur í augun.
Sléttur sjór
Sléttur himinn
Sléttur hugur
Ekkert
Sem lætur mig hrökkva við.
Nema
Mávurinn sem flaug upp
Strákurinn á rúntinum
Og stofuklukkan
Sem var orðin allt of margt
Þegar ég hélt
Að tíminn
Stæði kyrr með mér.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 66420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.