Staðarskáldin V

Hrönn Jónsdóttir er staðarskáld okkar Djúpavogsbúa um þessar mundir.  Hún hefur ort fjöldann allan af tækifærisvísum og textum sem sungnir hafa verið á hinum ýmsu samkomum og þegar vantar heimatilbúinn texta um staðrænt (lókal) yrkisefni er oftar en ekki leitað til Hrannar.  Hrönn hefði svo sannarlega þurft að gefa út ljóðabók en ljóð eftir hana hafa ma.a birst í bókinni Raddir að austan ljóð Austfirðinga, sem félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf út árið 1999.  Þá gaf Hrönn út hefti með ljóðum sínum sem nefndist Rakkaberg árið 2002 í tilefni af tuttugu ára búsetu á Djúpavogi og reiknið þið nú hvað hún er búin að búa lengi á staðnum.   Hrönn hefur notað hin ýmsu stílbrögð við ljóðagerð sína eins og sjá má af eftirfarandi sýnishornum en auk þess er yrkisefnið afar fjölbreytt.

 

Langabúð

Líttu inn í Löngubúð

Ljúft er hér að mætast

Undir hinni öldnu súð

Ilmar kaffið sætast.

 

Öfugsnúður

Hin tvíkynja Tóta á Bakka

Var til með að láta það flakka

Í eróbik tíma

Var hún alltaf að glíma

Við að eiga með sjálfri sér krakka

 

Slys

Á vorljósri nótt er æskan sér undi við dans

Á örskammri stundu var gleðinni snúið í hryggð

Sem eldur í sinu barst fréttin frá manni til manns

Það var myrkur og þögn þessa nótt í lítilli byggð.

 

Því einn af þeim bestu sem átti að vera hér kyrr

Til annarra starfa var hrifinn í skyndi á brott

Örlaganornin er óvægin rétt eins og fyrr

Aldrei fæst svar þótt um tilgang lífsins sé spurt.

 

Svo hljóð var svú nótt að hjartsláttur dundi sem gnýr

Og hlakkandi mávur í fjörunni þagði sem steinn

Dagur í austri sem ætlaði að hljóma hér nýr

Í auðmýkt stóð kyrr þó hann kynni að verða of seinn.

 

Og döggin í grasinu glitraði rétt eins og tár

Er grátandi moldin felldi á örlagastund

Fjörðurinn hér sem var vanur að vera svo blár

Var vafinn í gráma sem fyllti hvert ögur og sund.

 

Og ennþá er munað hvert andartak þessa nótt

Þótt aftur sé fjörðurinn hér orðinn skínandi blár

Stundum er samt eins og allt verði óvenju hljótt

Og ennþá er moldin að fella saknaðartár.

 

 

Svo er hér eitt fallegt ort með óbundnum hætti

Sumarnótt við Svalbarðstanga

Sandgrátt

Himingrátt

Sjógrátt

 

Ekkert

Sem stingur í augun.

 

Sléttur sjór

Sléttur himinn

Sléttur hugur

 

Ekkert

Sem lætur mig hrökkva við.

 

Nema

Mávurinn sem flaug upp

Strákurinn á rúntinum

Og stofuklukkan

 

Sem var orðin allt of margt

 

Þegar ég hélt

Að tíminn

Stæði kyrr með mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband