Enska deildin

Þvílíkur endir á ensku deildinni.  Ég var farinn að óska United mönnum til hamingju með titilinn enda komið fram í uppbótartíma hjá City og þeir marki undir.  En undur og stórmerki gerðust, þeir náðu að sigra.  Önnur eins dramatík hefur ekki verið í enska boltanum frá því að Michael Thomas tryggði Arsenal titilinn með því að skora bæði mörk liðsins í 2-0 sigri gegn Liverpool árið 1989 og það var akkúrat það sem þurfti til þess að Arsenal vann titilinn en ekki Liverpool.  Önnur eins spenna og dramatík og núna á líklega seint eftir að sjást aftur og kannski væri bara ráð að hætta með enska boltann af því að þetta verður ekki toppað.


Hvað kom skemmtilegast á óvart í vetur? Swansea.  Búnir að spila frábærlega í vetur og einstaklega gaman að sjá Gylfasig spila með þeim.  Fyrir mitt lið var skemmtilegast að sjá þá vakna til lífsins með tilkoma Robba Di Matteo.

Mestu vonbrigðin:  Fyrir mig, gengi minna manna í Chelsea og vangeta Villas-Boas til þess að gera betur.  Almennt séð er þó erfitt að velja milli Stewart Downing og Liverpool.  Miklar væntingar voru hjá púllurum fyrir tímabilið en þrátt fyrir að hafa unnið Mikka mús bikarinn þá skitu þeir á sig eins og svo oft áður en það virðist vera rétt það sem maðurinn sagði, Liverpool er frábær klúbbur, bara í þátíð, nú eru þeir ekki einu sinni besta liðið í Liverpoolborg.  Stewart Downing var keyptur fyrir 20 milljónir og það hljóta að vera mikil vonbrigði að kantmaður sem kostar þetta mikið og er búinn að spila hátt í fjörutíu leiki skuli hvorki vera búinn að leggja upp eitt einasta mark, hvað þá að skora.  Spurning hvort Queen Kenny nær að gera hann að þeim leikmanni sem réttlætir þessi kaup.

Og nú er bara að bíða eftir næstu leiktíð, vonandi verður fjör í leikmannakaupum í sumar.

Hvaða leikmann væri gaman að  sjá aftur í ensku deildinni?  Pascal Cygan í vörninni hjá Arsenal.  Hvaða nýja leikmenn væri gaman að fá í deildina?  Falcao og Adriano Lopez hjá Atletico Madrid væru kærkomin viðbót.  Annars held ég að mínir menn þurfi helst góða menn á hægri vænginn.

Skemmtilegasti leikur: Chelsea - Arsenal.

Leiðinlegasti leikur:  Arsenal - Chelsea.

Fallegasta mark: Peter Crouch eða Papis Cisse, þetta eru keimlík mörk og erfitt að gera upp á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband