5.11.2015 | 19:24
Háðulegt nafn
Manni væri nú aldeilis sýndur heiður ef hæsta fjall í heimi væri nefnt í höfuðið á manni, en svo verður víst ekki úr þessu, heldur var það einhverra hluta vegna nefnt í höfuðið á manni að nafni George Everest, sem vann sér fátt til frægðar, til að mynda sá hann aldrei fjallið og fjallið kom lítið eða ekkert við sögu í lífi hans. Everest (maðurinn) fæddist árið 1790, annað hvort í Englandi eða Wales, eftir því hvaða heimildum er farið eftir, og flutti ungur til Indlands til þess að gerast landmælingamaður og eitt af verkefnunum var að mæla ummál jarðar en verkefninu var stjórnað af manni að nafni William Lambton. Lambton þessi vann að verkefninu í tuttugu ár en lést árið 1823 og var þá Everest (maðurinn) fenginn til þess að klára skýrslu um verkefnið, en Himalayafjöll eða Everest (fjallið) komu hvergi við sögu þar. Reyndar þótti skýrslan ónákvæm og vinna landfræðinganna skilaði litlum árangri, þannig að þegar allt kom til alls náðu landfræðingarnir Everest og Lambton ekki að vinna nein afrek á ævi sinni. Lífið á Indlandi var heldur ekkert sældarlíf og ef maður skoðar myndir af honum þá sér maður vansælan mann, gersneyddan allri gleði, enda þjáðist hann af taugaveiki, hitasótt og niðurgangi á meðan á Indlandsdvölinni stóð. hann flutti aftur til Englands árið 1843, löngu áður en Everest (fjallið) fékk nafn og það er sennilega eina fjallið í Asíu sem ber enskt nafn en landfræðingar þess tíma sýndu samviskusemi í því að viðhalda örnefnum innfæddra. Everest (fjallið) bar reyndar nokkur nöfn meðal innfæddra t.d. Deodunga, Devadhunga, Bairavathan, Bhairavlangur, Gnalthamthangla, Chomolungma og nokkur fleiri þannið að landfræðingum var vandi á höndum. á þeim tíma vissu menn ekki að Everest (fjallið) færi hæsta fjall í heimi og þyrfti því að fá eitthvað mjög sérstakt nafn og þegar einhver setti nafnið Everest við fjallið var tilgangurinn ekki endilega að sýna Everest (manninum) stórkostlegan heiður. Reyndar er nafnið á Everest (fjallinu) alltaf borið vitlaust fram en það er jafnan borið fram eins og það er lesið, jafnt á Íslandi sem og annarsstaðar í heiminum en Everest (maðurinn) bar nafn sitt alltaf fram Ívrest. Hæsta fjall í heimi fékk því ekki aðeins nafnið vegna "mistaka" heldur er það borið fram vitlaust líka. Þetta er eiginlega alveg frábært.
![]() |
Heilinn erfiðar á Everest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.