Kaffihús Júlíu í Straumnesi

Fjölskyldan brá sér í fyrsta skipti á kaffihús á sunnudaginn og var kaffihús Júlíu í Straumnesi fyrir valinu. Kaffihúsið er staðsett við höfnina með heillandi útsýni yfir malbikað bílastæðið við ferjuhöfnina.

10940478_10152612405692592_4292545550088958843_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fáir viðskiptavinir voru í kaffi hjá Júlíu og því afskaplega rólegt. “Nei sko, það er til möffins hérna” kallaði Brynja þegar við komum að glerskápnum með kökunum hjá afgreiðsluborðinu en þegar við ætluðum að panta vorum við vinsamlegast beðin að setjast, pantanir eru ekki teknar við afgreiðsluborðið. Hér eru sko prinsippin í hávegum höfð. Við settumst því við plastdúkalagt borð og um það bil tíu mínútum síðar kom miðaldra kona með blýant og skrifblokk, tilbúin að taka niður pöntun, væntanlega búin að nota þessar tíu mínútur til þess að undirbúa sig. Eða leita að blýantinum. “Já, við ætlum að fá tvö bláberjamöffins” Hik kom á konuna og svo gretti hún sig, “Er það fyrir börnin”? “já”. “Ah þetta er nú meira hugsað fyrir fullorðna en eiginlega ekki fyrir börn”. “Nú? Möffins ekki fyrir börn” varð mér að orði. “Já það eru nefnilega möndlur í þessu”. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt um það að börn ættu ekki að borða möndlur og ætlaði að fara að malda í móinn en Iris tók völdin og fór með börnin og pantaði Rice crispies kökur fyrir þau. “Já, ég ætla svo að fá eplaböku (applepie) með ís” sagði Íris Afgreiðslukonan horfði undarlega á hana en sagði svo “þú ert heppin við eigum eitt svoleiðis”. “Æ ég ætlaði líka að fá eplaböku með ís” bað ég um en þar sem hún hafði lýst því yfir að aðeins ein væri til bjóst ég við því að þurfa að panta mér eitthvað annað. En viti menn “Já eplaböku, ekkert mál”. Þetta varð alltaf undarlegra. “Sem sagt tvær Rice crispies kökur, ein eplabaka (apple-pie) og eitt eplabindi (Apple-tie)”.

AppleTie

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðvitað leiðréttum við þennan leiða misskilning og við fengum að sjálfsögðu bæði eplaböku og börnin fengu grjótharðar RiceCrispies kökur en þær voru bornar fram á litlum diski og hnífur fylgdi með. Hvað á þriggja ára krakki að gera við hníf með Rice Crispies köku? Hvað á fullorðinn að gera við hníf með Rice Crispies köku? Kannski hefur eitthvað enn öflugra vopn fylgt með bláberja möffinsunum og þess vegna var það ekki ætlað börnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband