Stafar hætta af drónum?

30 atvik eru skráð á flugvöllum í Bretlandi síðustu 6 mánuði þar sem drónum hefur verið flogið nálægt flugvél og í sumum tilfellum hefur legið við árekstri svo að aðeins munaði nokkrum metrum. Kannski er bara tímaspursmál hvenær mannslíf tapast vegna ógætilegs drónaflugs en talið er að drónar geti gert gat á glugga flugvéla, skemmt hreyfla eða að eldhætta geti skapast við árekstur.  Vegna smæðar koma drónar ekki fram á ratsjám og nú hafa menn áhyggjur af því að hryðjuverkamenn muni nýta sér dróna til þess að fremja voðaverk.  Refsingin við því að fljúga dróna í nágrenni við flugumferð er 5 ára fangelsi í Bretlandi.  Hvaða reglur skildu gilda um dróna á Ísandi?  Annars er það skemmtileg tilviljun að nú er ég einmitt  á leiðinni upp í flugvél þar sem ég ætla að sjá hljómsveitina Muse á tónleikum í Glasgow í kvöld en tónleikarnir eru hluti af Drónatónleikaferð hljómsveitarinnar.  Vonandi verða tónleikarnir það eina sem tengist drónum í ferðalaginu.


mbl.is Þota flaug á dróna við Heathrow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 66162

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband