23.7.2018 | 11:13
Villtum laxi stafar einna helst ógn af makríl
Samkvæmt rannsókn Dr Jens Christian Holst fiskifræðings eru risatorfur af makríl sögð mesta ógnin við villtan lax í Skotlandi.
Laxeldi, loftslagsbreytingar, selir og ofveiði hafa verið nefnd sem ástæða þess að villta laxastofninum í Skotlandi hefur hnignað en aðeins um 5% stofnsins snýr til baka til hrygningar í ám
Dr Jens Christian Holst, sem áður vann hjá norsku Hafrannsóknarstofnuninni, bendir á að makríl hefur fjölgað verulega og dreift sér svo mikið um skoska strandsvæðið að laxinum er verulega ógnað.
Í skýrslu sem birtist í The Times segir Dr Holst að stofnstærð makríls í Norður Atlantshafi sé að minnsta kosti 57 milljarðar makríla, meira en sex sinnum þeir 9 milljarðar sem ICES (International Council for the Exploration of the Sea) hefur talið að stofnstærðin væri.
Ofurtorfur
Dr Holst segir að ofurtorfur makríls borði laxaseiði á leið sinni frá ströndum Skotlands til Kanada, Grænlands og Noregs og hafi betur við aðrar fiskitegundir í samkeppni um fæðu.
Samkvæmt kenningu Dr Holst hefur makríllinn líka ryksugað upp dýrasvif og smáfisk í Norðursjó og í norskri fiskveiðilögsögu en það hefur áhrif á afkomu sjófugla s.s. lunda og ritu sem eru hærra í fæðukeðjunni en vísindamenn hafa haft áhyggjur yfir afkomu þeirra.
Í kenningu Holst er stofnstærðarmat ICES dregið í efa en það mat er notað við ákvörðun á makrílkvóta Evrópusambandsins. Samkvæmt rannsókn ICES var makrílstofninn í Norðuratlantshafi talinn vera 10,3 milljónir tonna en Dr Holst bendir á að stórir hlutar Norðursjávar, norskir firðir og bresk fiskveiðilögsaga voru undanskilin í rannsókninni.
„Tímasetning, magn og útbreiðsla makrílsins er í takt við hnignun laxastofnsins og er möguleg og mjög líkleg skýring“.
Tony Andrews fyrrum formaður Atlantic Salmon Trust.
Kenning Dr Holst hefur hlotið stuðning Tony Andrews sem eru fyrrum formaður Atlantic Salmon Trust og hefur í gegnum tíðina gagnrýnt laxeldi.
Holst og Andrews vilja að rannsókn verði gerð við fyrsta tækifæri. Ef kenningin reynist rétt getur það leitt til þess að ESB telji nauðsynlegt að auka makrílkvóta til þess að halda stofninum í skefjum.
Í skýrslu sem Dr Holst sendi til þingmanna á skoska þinginu segir hann að það sé sterk vísbending um að makrílstofninn í Norður Atlantshafi hafi stækkað úr hófi fram vegna verulegs vanmats sem hefur leitt til varfærinnar kvótasetningar og of lítillar veiði.
Erfitt að „selja“ kenninguna
Það að nú er makríll farinn að finnast við austurströnd Grænlands, við Ísland, Jan Mayen og Svalbarða þykir styrkja kenningu Dr Holst.
Holst segir í The Times að það hafi verið erfitt að „selja“ kenninguna af því að margir vilja kenna laxeldi og laxalús um hningun villtra laxastofna og jaðrar það oft á tíðum við trúarbrögð. Hæpið er að kenna laxeldi um þetta þar sem hnignunin hefur orðið meiri á austurströnd Skotlands þar sem ekkert laxeldi er
Hægt er að lesa skýrslu Dr Holst hér.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.