Villtum laxi stafar einna helst ógn af makrķl

Samkvęmt rannsókn Dr Jens Christian Holst fiskifręšings eru risatorfur af makrķl sögš mesta ógnin viš villtan lax ķ Skotlandi.

Laxeldi, loftslagsbreytingar, selir og ofveiši hafa veriš nefnd sem įstęša žess aš villta laxastofninum ķ Skotlandi hefur hnignaš en ašeins um 5% stofnsins snżr til baka til hrygningar ķ įm

Dr Jens Christian Holst, sem įšur vann hjį norsku Hafrannsóknarstofnuninni, bendir į aš makrķl hefur fjölgaš verulega og dreift sér svo mikiš um skoska strandsvęšiš aš laxinum er verulega ógnaš. 

Ķ skżrslu sem birtist ķ The Times segir Dr Holst aš stofnstęrš makrķls ķ Noršur Atlantshafi sé aš minnsta kosti 57 milljaršar makrķla, meira en sex sinnum žeir 9 milljaršar sem ICES (International Council for the Exploration of the Sea) hefur tališ aš stofnstęršin vęri.

Ofurtorfur

Dr Holst segir aš ofurtorfur makrķls borši laxaseiši į leiš sinni frį ströndum Skotlands til Kanada, Gręnlands og Noregs og hafi betur viš ašrar fiskitegundir ķ samkeppni um fęšu.

Samkvęmt kenningu Dr Holst hefur makrķllinn lķka ryksugaš upp dżrasvif og smįfisk ķ Noršursjó og ķ norskri fiskveišilögsögu en žaš hefur įhrif į afkomu sjófugla s.s. lunda og ritu sem eru hęrra ķ fęšukešjunni en vķsindamenn hafa haft įhyggjur yfir afkomu žeirra.

Ķ kenningu Holst er stofnstęršarmat ICES dregiš ķ efa en žaš mat er notaš viš įkvöršun į makrķlkvóta Evrópusambandsins.  Samkvęmt rannsókn ICES var makrķlstofninn ķ Noršuratlantshafi talinn vera 10,3 milljónir tonna en Dr Holst bendir į aš stórir hlutar Noršursjįvar, norskir firšir og bresk fiskveišilögsaga voru undanskilin ķ rannsókninni.

„Tķmasetning, magn og śtbreišsla makrķlsins er ķ takt viš hnignun laxastofnsins og er möguleg og mjög lķkleg skżring“.

Tony Andrews fyrrum formašur Atlantic Salmon Trust.

Kenning Dr Holst hefur hlotiš stušning Tony Andrews sem eru fyrrum formašur Atlantic Salmon Trust og hefur ķ gegnum tķšina gagnrżnt laxeldi.

Holst og Andrews vilja aš rannsókn verši gerš viš fyrsta tękifęri.  Ef kenningin reynist rétt getur žaš leitt til žess aš ESB telji naušsynlegt  aš auka makrķlkvóta til žess aš halda stofninum ķ skefjum. 

Ķ skżrslu sem Dr Holst sendi til žingmanna į skoska žinginu segir hann aš žaš sé sterk vķsbending um aš makrķlstofninn ķ Noršur Atlantshafi hafi stękkaš śr hófi fram vegna verulegs vanmats sem hefur leitt til varfęrinnar kvótasetningar og of lķtillar veiši. 

Erfitt aš „selja“ kenninguna

Žaš aš nś er makrķll farinn aš finnast viš austurströnd Gręnlands, viš Ķsland, Jan Mayen og Svalbarša žykir styrkja kenningu Dr Holst.

Holst segir ķ The Times aš žaš hafi veriš erfitt aš „selja“ kenninguna af žvķ aš margir vilja kenna laxeldi og laxalśs um hningun villtra laxastofna og jašrar žaš oft į tķšum viš trśarbrögš.  Hępiš er aš kenna laxeldi um žetta žar sem hnignunin hefur oršiš meiri į austurströnd Skotlands žar sem ekkert laxeldi er

Hęgt er aš lesa skżrslu Dr Holst hér.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Mars 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frį upphafi: 66082

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband