Hafsjór tækifæra

Nú koma þeir fram vísindamennirnir hver á eftir öðrum og mæla gegn því að laxeldi valdi hningnun villtra laxastofna.  Dr Donald Noaks skólameistari Vancouver Island háskóla í Kanada kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem ber nafnið Oceans of opportunity að enn frekari takmörkun laxeldis skili engu nema því að komið verður í veg fyrir atvinnusköpun á landsbyggðinni og störf gætu tapast.  Dr Noaks segir að loftslagsbreytingar, bretyingar á búsvæðum tegunda og að ofveiði hafi leitt til þess að laxastofnum hefur hnignað. Noakes segir að gangi spár um frekari loftslagsbreytingar eftir muni stofnunum hninga enn frekar og sumir jafnvel þurrkast út.  Þá bendir hann á hversu lítið við höfum nýtt af hafinu til að framleiða matvæli á meðan að hratt gengur á það land sem nýtanlegt er til matvælaframleiðslu.  Greinin er skrifuð með Kanada í huga en vissulega er margt í henni sem má heimfæra upp á Ísland.

Í skýrslunni bendir Dr Noakes á að reiknað sé með að fólki í heiminum fjölgi um 30% fram til ársins 2050 og verði þá um 10 milljarðar.  Þar sem um 70% af jörðinni er vatn mun fiskeldi gegna mikilvægu hlutverki við að framleiða matvæli fyrir heimsbyggðina. 

Noakes kallar eftir því að lögð verði fram áætlun um hvernig auka megi fiskeldi, einfalda regluverk með það að markmiði að þrefalda framleiðslu úr fiskeldi í Kanada. Í skýrslunni kemur fram að framleiðslan þar sé nú um 200.000 tonn á ári og við iðnaðinn starfa um 25.000 manns en Noakes segir að auðveldlega mætti tvöfalda framleiðsluna á næsta áratug.

Það er til yfirlýst stefna Norðmanna að ná sinni framleiðslu upp í 5 milljón tonn fyrir árið 2050 og þá ætla Skotar að tvöfalda sína framleiðslu fram til ársins 2030.  Við Íslendingar ættum að taka þetta til fyrirmyndar og grípa þetta einstaka tækifæri fagnandi hendi og móta líka stefnu sem miðar að því að auka laxeldi á Íslandi.  Þannig sköpum við fjölda starfa, aukum útflutningstekjur og menntunarstig.   Ef vel er að laxeldinu staðið er um að ræða eina umhverfisvænustu tegund matvælaframleiðslu sem völ er á. 

Þar sem laxeldi er með lægsta kolefnisspor af þeim próteinframleiðslugreinum sem við stundum ættum við að efla laxeldi til þess að leggja okkar af mörkum til að vernda umhverfið og þar með talinn laxinn.

Skýrsluna í heild má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband