Trúbadorar

Í gær fór ég í sund en þar voru staddir í heita pottinum tveir trúbadorar sem voru að fara að troða upp í Löngubúð.  Við tókum tala saman og það varð úr að ég var munstraður með þeim í nokkur lög.  Þessir trúbadorar voru Svavar Knútur sem m.a. hefur sungið og spilað með hljómsveitinni Hraun og hinn var Pete, eða Owls of the swamp, frá Melbourne í Ástralíu.  Á tónleikunum kom í ljós að þeir eru frábærir tónlistarmenn og skemmtilegir sögumenn og tónleikarnir voru hinir skemmtilegustu, sennilega einir skemmtilegustu trúbadoratónleikar sem ég hef farið á, og jafnast trúlega á við tónleika með Megasi í slökkvistöðinni fyrir svona tuttugu árum.  Stemmingin var góð og fólk farandsöngvararnir fengu góðar viðtökur en Djúpivogur er einn af mörgum stöðum sem þeir heimsækja á ferð sinni, bæði um Ísland og nokkur önnur lönd.  Ég hvet alla til að kynna sér hljómsveitina Hraun betur en þeir hafa gefið út tvo diska.  Ég setti eitt lag með þeim í tónlistarspilarann hér til hliðar en það var einmitt flutt á tónleikunum í gær og annað má sjá hér fyrir neðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband