Rannsóknarverkefni

Ég fékk í gær tilboð um að taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem miðar að því að minnka afföll í þorskeldi en afföll sem verða í eldinu er ein helsta hindrunin sem stendur þorskeldi fyrir þrifum eins og staðan er núna, og á það við alla staði í heiminum þar sem þorskeldi er stundað.  Um leið og hægt verður að minnka þessi afföll mun þorskeldið verða stóriðnaður bæði hér á landi og víðar.  Í árdaga laxeldis í Noregi glímdu menn við sama vandamál, þ.e. mikil afföll en með tímanum náðu menn tökum á þessu og vonandi tekst það einnig með þorskinn.

En þá að þessu rannsóknarverkefni.  Verkefnið ber heitið "Registering og E-læring for bere torskehelse og mindre svinn".  Vonandi leiðir þetta verkefni okkur nær því að minnka afföllin.  Þeir sem taka þátt í þessu eru:

Grethe Adoff, Norsk sjomatsenter Noregi, verkefnisstjóri.

Harald Tvedt, Danafeed (Fóðurframleiðandi) Noregi/Danmörku

Arve Nilsen, Veterinærinstituttet (Dýralæknisemættið), Noregi

Björn Erik Sörvig, Fjord Marin (Þorskeldi), Noregi

Arne Kolbeinshavn, Fiskaaling (Fiskeldi), Færeyjum

En auk mín verða fulltrúar frá Gunnvöru og Brim þátttakendur í verkefninu fyrir Íslands hönd.

Fyrsti fundur verður um mánaðamótin september október.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 66232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband