3.11.2008 | 23:04
Dauðarefsing fyrir að stela mat
Þeir afræningjar sem hrella okkur mest í fiskeldinu hér á landi eru skarfar en nú er einmitt sá árstími hér fyrir austan þar sem mikið er um skarf. Skarfurinn heldur sig hér fyrir austan á veturna en fer vestur á Breiðafjörð og Vestfirði á sumrin. Skarfurinn er mjög fimur sundfugl og er duglegur við að kafa en það er einmitt það vandmál sem við eigum við að etja um þessar mundir. Skarfurinn kafar og nær sér í smáa þorska úr kvíunum og særir fjöldann allan með því að glefsa í þá. Það er vont fyrir fiskana að fá sár á roðið en það opnar leið fyrir sjúkdóma. Fiskurinn verður líka stressaður og minnkar át og þar af leiðandi minnkar vöxturinn. Þau ráð sem við höfum við þessu er að strengja net yfir kvíarnar en einhvern veginn tekst þeim að finna glufu og komast inn fyrir í mikla veislu. Þá er ekki um annað að ræða en að skjóta kvikindin, þó að mörgum þyki það hörð refsing fyrir að stela mat.
Í dag settist svo Gráhegri á eina kvína en hann náði að forða sér áður en ég komst í skotfæri. Það hefði nú ekki verið ónýtt að ná að skjóta negra, nei fyrirgefið, hegra, láta stoppa hann upp og hafa í svefnherberginu. Hegrinn er sérstakur að því leiti að hann flýgur með uppréttan haus og minnir mig svolítið á stork, mjósleginn með langa fætur. Kannski er þetta einhver fyrirboði, ætli við Íris þurfum ekki að skreppa á Neskaupstað fljótlega (í klippingu eða eitthvað).
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu,bíddu, bíddu, ertu að reyna að segja eitthvað ?
Húsmóðir, 4.11.2008 kl. 09:12
Hahaha klárlega klippingu allaveganna..
Íris (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:40
Íris, getur verið að hann sé að gefa þér hint ?
Húsmóðir, 5.11.2008 kl. 00:06
Tja það eina sem ég var að segja var að við lukkutröllin þurfum að komast í klippingu (og jú kannski er það hint)og síðast þegar sú athöfn fór fram á Neskaupstað vorum við ánægð með afraksturinn (í orðsins fyllstu).
S Kristján Ingimarsson, 5.11.2008 kl. 07:52
Of seint kæri frændi - nú ertu búinn að koma sögum af stað...........................................................nema það sé ég sem er að koma sögumunum af stað
P.S Lukkutröll eru falleg
Húsmóðir, 5.11.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.