Geðveiki

Ein sú hljómsveit sem ég hélt hvað mest upp á á unglingsárunum var hljómsveitin Madness og þrátt fyrir að árin líði, þá hef ég alltaf gaman af að hlusta á þá og mér finnst tónlistin þeirra eldast ágætlega, jafnvel betur en hjá mörgum öðrum hljómsveitum sem voru vinsælar á hinu marg umtalaða "eighties" tímabili.  Nú hefur hljómsveitin sent frá sér nýja plötu sem ber nafnið The Liberty of Norton Folgate.  Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með frumsömdu efni í tíu ár.  Hjómsveitin hefur aldrei hætt formlega, heldur hefur hún komið fram öðru hvoru á hinum ýmsu hátíðum en samt sem áður vakti þessi plata nokkra undrun.  Undrunin er ekki tilkomin vegna tónlistarinnar á plötunni, sem er í stíl við það sem þeir voru að gera hér áður fyrr, heldur frekar vegna þess að hinn ærslafulli hljómur sem áður einkenndi þá hefur dýpkað enda eru þeir orðnir miðaldra men og hafa þroskast frá því í dennn.   Eins og áður er umfjöllunarefnið London, fólkið þar og staðirnir og það sem ég hef heyrt af þessari nýju plötu fellur mér vel í geð og vonandi fleirum líka.  Hér eru svo tvö tóndæmi, eitt ærslalag frá áttatíu og eitthvað og annað nýtt öllu alvarlegra þar sem kókaín neysla kemur við sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 66234

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband