Tungan

Mánudagur, þriðjudagur og fimmtudagur voru allir tiltölulega hefðbundnir í vinnunni, fiskar fóðraðir og unnið á skrifstofunni.   Miðvikudagur var hins vegar smölunardagur en þá var Flugustaðadalur (Syðri Tungan) smöluð.  Þetta var nokkuð löng smölun. Lagt var af stað frá Djúpavogi rétt fyrir sjö, síðan tók við ellefu tíma streð í snjó, sums staðar lærisdjúpum,  upp og niður hlíðar, í gegnum kjarr og skóg.  Flugustaðadalurinn er fallegur, hvort sem er vetur eða sumar.  Athyglisvert var hvað var mikið af fugli í dalnum, ég hef aldrei séð eins mikið magn af músarrindlum og einnig var mikið af rjúpu, og þröstum en einnig sást hrossagaukur og nokkrar toppendur.  Smölunin gekk annars nokkuð vel miðað við aðstæður og dagurinn var ánægjulegur.  Nú er ekki útlit fyrir fleiri smalanir þetta haustið (eða á maður að segja þennan veturinn?), þannig að maður verður sennilega að finna sér annað tómstundagaman.

Smalað í snjó innan við Höfða í Flugustaðadal:

smalað í snjó

Kvíslar Suðurár sem rennur í Hofsá:

kvíslar

Markúsarsel og fjallið Stakkur í baksýn:

Markúsarsel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66335

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband