Færsluflokkur: Bloggar
6.7.2013 | 00:13
Er það þetta sem hann vill?
Ekki er allt sem sýnist, miðað við þetta myndband sem mér finnst yfir meðallagi kómískt. Eða eins og Sigurður H Richter í Nýjasta tækni og vísindum hefði sagt þegar hann stuðlaði kynningarnar: "Næst sjáum við stutt myndband um knattspyrnumann á krossgötum":
Paulinho í læknisskoðun hjá Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2013 | 19:12
Rétt forgangsröðun?
Snowden verði íslenskur ríkisborgari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2013 | 23:07
11. júní 1977
Fyrir nokkrum dögum spilaði Ísland landsleik við Slóvena á Laugardalsvelli. Leikurinn, sem ég missti af þrátt fyrir að vera sýndur í sjónvarpi tapaðist reyndar 2:4, en það er algjört aukaatriði í þessum pistli. Mér barst það til eyrna að tveir ungir drengir héðan úr plássinu hefðu fengið að fara að horfa á leikinn og það varð til þess að ég ferðaðist aftur í tímann, nánar tiltekið til 11. júní 1977. Þá var ég tæplega níu ára gamall og fékk í fyrsta sinn að fara að horfa á alvörufótboltaleik með föður mínum. Og auðvitað er þetta eitthvað sem maður man alla ævi. Veðrið í Reykjavík var fullkomið til fótboltaiðkunar, rignt hafði um nóttina þannig að völlurinn var blautur, skýjað var og logn. Íslensku leikmennina þekkti maður auðvitað mjög vel enda var vel fylgst með fótbolta, þrátt fyrir að internetið væri ekki komið til sögunnar, Bjarni fel sýndi vikugamla leiki úr enska boltanum á RÚV og ekkert sjónvarp væri á fimmtudögum og í júlí en í gegnum fréttir og dagblöð fékk maður fótboltafréttir.
Það voru einkum fjórir leikmenn sem voru í mestu uppáhaldi á þessum tíma. Það voru þeir Ásgeir Sigurvinsson sem spilaði með Standard Liege í Belgíu á þessum tíma, Jóhannes Eðvaldsson sem spilaði með Kenny Dalglish og félögum í Celtic og svo Valsararnir Sigurður Dagsson, hinn sköllótti berhenti markmaður og Ingi Björn Albertsson, markaskorari af guðs náð. Hjá Norður Írum var aðalstjarnan markvörðurinn Pat Jennings sem hafði leikið fyrir Tottenham í nokkur ár en var á þessum tíma að ganga til liðs við Arsenal og var talinn einn af bestu markvörðum heims á þeim tíma.
Rúmum klukkutíma fyrir leik var lagt af stað ofan úr Árbæ á rauðu Volkswagen bjöllunni og haldið niður að Laugardalvelli. Annað eins bíla og mannhaf hafði ég aldrei séð en um tíuþúsund manns voru á leiknum. Við vorum í stæði á ágætisstað og á meðan liðin hituðu upp þrammaði lúðrasveit hring eftir hring og lék lög til að kynda undir stemminguna. Svo var flautað til leiks, hvítklæddir Íslendingar gegn grænklæddum N-Írum og íslenska liðið sótti í áttina að Laugardalshöll í fyrri hálfleik. Ísland, Ísland, Ísland hljómaði eins og þrumugnýr um Laugardalinn þegar Ísland sótti. Eftir um hálftíma leik fékk Ingi Björn sendingu inn fyrir vörnina og setti boltann fram hjá Pat Jennings og í netið. Það var eins og eldgos væri að hefjast, slík voru fagnaðarlætin í áhorfendum. Eftir þetta gerðist fátt markvert en þó man ég vel eftir lyktinni af pulsunum sem voru seldar í hálfleik.
Svona viðburðir líða manni seint úr minni og kannski verður það líka þannig með drengina tvo sem fóru um daginn frá Djúpavogi til Reykjavíkur, gagngert til að horfa á landsleik í fótbolta í fyrsta skipti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2013 | 09:51
Horfðu til himins
Það hefur sennilega sjaldan átt betur við hér á Íslandi textabrotið Bölmóðshyggja og brestir bera vott um styggð úr laginu Horfðu til himins með Nýdönsk. Það var ekki búið að mynda ríkisstjórn hér á landinu bláa þegar fór að bera á bölmóð og skapstyggð hjá þeim sem ætla sér ekki að gúddera þessa nýju stjórn okkar. Sennilega er stór hluti af þeim eindregið stuðningsfólk fyrrverandi ríkisstjórnar en án tillits til stjórnmálaskoðana hef ég haft það fyrir sið að gefa nýrri stjórn, sama hvar í pólitík hún stendur tækifæri á að sanna sig. Annað er ekki sanngjarnt. Það er sama hvort manneskjan sem tekur að sér að stjórna landinu heitir Jóhanna eða Steingrímur eða Bjarni eða Sigmundur, það er samt nokkuð öruggt að þetta fólk tekur svona verkefni að sér með það í huga að vinna landi og þjóð eins mikið gagn og því er mögulegt. Auðvitað er svo misjafnt hvernig fólki tekst til, dómur sögunnar verður kveðinn upp með það. Allir eiga að fá séns.
Nú er komið fólk í ríkisstjórn sem hefur ekki gegnt ráðherraembætti áður og það er að mínu mati kostur þegar hægt er að endurnýja svona mikið, öðru vísi fáum við ekki ferska vinda í pólitíkina. Mér finnst líka aðdragandi stjórnarmyndunarinnar hafa verið á jákvæðum nótum, rætt við alla flokka og vandað til verka. Kannski vantar mig bara meiri bölmóð og bresti og styggð en ég ætla að gefa þeim séns og horfa jákvæðum augum til himins.
Enginn áður gegnt ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2013 | 08:05
Purson
Hefur þú gaman af Cream?
Hefur þú gaman af Jethro Tull?
Hefur þú gaman af Led Zeppelin?Hefur þú gaman af að heyra eitthvað nýtt?
Tékkaðu þá á Purson. Purson er Bresk hljómsveit og aðaldriffjöðurin er 23 ára gömul stúlka að nafni Rosalie Cunningham. Það heyrist ekki oft að stelpuskott eins og hún séu á fullu í rokki af gamla skólanum. Algengara er að Bruno Mars, Justin Bieber og félagar séu í uppáhaldi hjá þeim. Purson var að senda frá sér plötu sem þau kalla The Circle and the blue door. Spurning um að hafa samband við Play.com og fá þá til að póstleggja eitt eintak.
Þá væri ekki úr vegi að kippa með einu eintaki af The Russian wilds með Howlin rain.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 16:26
Klúður
Skógafoss orðinn Skógarfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2013 | 20:00
Mannætan frá Liverpool
Liverpool ósátt við bann Suárez | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2013 | 18:19
Rúntur í Egilssel
Ekki er setið með hendur í skauti og ekki lætur maður sér leiðast enda er lífið of stutt til þess. Á föstudag var haldið til fjalla, við Billi fórum á Björgunarsveitarhælúxinum ásamt sjö öðrum bílum frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, alls um 20 manns. Ég skildi bílinn minn eftir á Breiðdalsheiði við afleggjarann inn á Öxi og ætlaði mér að sækja hann seinnipart laugardags til þess að komast á hljómsveitaræfingu að lokinni fjallaferð. Lagt var af stað inn á Öxi um kl 17:00 á föstudeginum og ferðinni heitið í Egilssel við Kollumúlavatn. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart en frekar kalt. Komið var við í Bjarnarhíði á leiðinni en færið var þungt og létt til skiptis.
Í Egilssel var komið um kl 22:30 um kvöldið og því orðið skuggsýnt en stjörnur og norðurljós létu ljós sín skína. Skálinn rúmaði ágætlega þennan fjölda en heldur var kalt í skálanum þegar þangað var komið, enda um 12°C frost úti. Fírað var upp í kamínunni og fólk tók hraustlega til matar síns í kuldanum eftir ferðalagið. Það passaði til að þegar var að byrja að hlýna í skálanum voru flestir að skríða í svefnpokana og allir steinsváfu til morguns.
Að morgni laugardags var haldið af stað í sólskini og frosti og byrjað var á því að fara í Tröllakróka sem eru hrikalegir en afskaplega fallegir. Ef fólk er vel ferðafært ætti það ekki að fresta því lengi að skoða þá.
Svo var haldið til baka og þegar í Bjarnarhíði var komið ætlaði hópurinn að halda áfram á aðrar slóðir en tímabært var fyrir mig að halda í bílinn minn til þess að ná hljómsveitaræfingu. Bíllinn var í um 18 km fjarlægð og tveir vaskir snjósleðamenn skutluðu mér með skíðin áleiðis og svo fór ég á gönguskíðunum síðustu 7 kílómetrana. Það var ljúft að leggjast í heita pottinn við sundlaugina á Egilsstöðum að loknum góðum og hressandi túr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2013 | 09:31
Mál er að mæla
Nokkrir punktar frá síðustu dögum. Páskarnir voru góðir. Við höfðum ætlað að fara til Reykjavíkur fyrir páska og mæta í eins og eina fermingu en af því varð ekki þar sem sá sem er þriggja mánaða í fjölskyldunni leyfði okkur ekki að fara. Þau eru ung þegar þau byrja að stjórna þessi börn. Í staðinn vorum við fyrir austan og nutum lífsins. Á laugardag fyrir páska tók ég mér göngutúr inn í Veturhús en það eru orðin nokkur ár síðan ég hef komið þangað. Á leiðinn rifjast upp sögur tengdar Hamarsdal, t.d. þegar draugurinn var næstum búinn að drepa Bensa í Borgargerði við Kjötklett. Smali hafði tapað fé sínu í ána við Kjötklett og honum varð svo mikið um að hann ákvað að fara sömu leið. Sagan segir að síðan sé reimt þar og því fékk Bensi að kynnast en hann komst við illan leik í Veturhús og kannski náði hann sér aldrei fullkomlega eftir þetta. Allavega man ég eftir því þegar ég var unglingur og var að skokka heim á Borgarhól eitt dimmt vetrarkvöld, eftir að hafa verið að hanga með öðrum unglingum í miðbæ Djúpavogs, að ég sé veru þokast upp eftir Borgargerðisbrekkunni og reyna að flýta sér sem mest hún mátti. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var Bensi og þegar hann kom að hliðinu inn að Borgargerði var hann farinn að flýta sér svo mikið að hann hrasaði. Ég stoppaði og hugsaði mig um, á ég að hjálpa honum á fætur? Nei, þá fyllist hann kannski ofsahræðslu og ræðst á mig, best að bíða bara þangað til hann er kominn inn til sín. Hann kraflaði sig svo áfram og komst heim að dyrum. Hann hafði greinilega orðið mjög hræddur við þessa veru sem kom skyndilega utan úr myrkrinu og eflaust hefur atvikið við Kjötklett átt sinn þátt í því.
Á Veturhúsum er að rísa sumarbústaður og eflaust verður friðsælt að dvelja þar á góðum sumardegi. Rústirnar frá gamla Veturhúsabænum sjást ennþá vel og vel hlaðnar grjóthleðslur hafa líka varðveist en á Veturhúsum var búið til ársins 1946. Ég hef heyrt þá sögu að Snjólfur á Veturhúsum hafi eitt sinn skotið 14 hreindýr á einum degi og svo lent í vandræðum með að ná þeim öllum heim samdægurs. Ég fékk ekki úthlutað leyfi til hreindýraveiða við síðasta úrdrátt, hvað þá fjórtán leyfum, en það hefur greinilega sína kosti að búa á Veturhúsum.
Á Páskadag var svo fjölskyldudagur á söndunum en eins og margir vita er fátt betra en fjölskyldudagur niðri á strönd.
Á annan í Páskum blés ég rykið af gönguskíðunum og skellti mér upp á Öxi. Gat keyrt upp að Vagnabrekku og gekk með skíðin á bakinu upp fyrir Háubrekku þar sem var komið gönguskíðafæri á heimsmælikvarða. Mikill snjór var þarna uppi og ekki fannst mér líklegt að Öxi yrði opnuð fljótlega en nú skilst mér að það sé bara dagaspursmál hvenær hún verður opnuð. Ég ímynda mér samt að á verstu stöðunum verði ruðningarnir nokkurra metra háir, annars sjatnar þetta ótrúlega fljótt þegar sólin er komin svona hátt á loft. Á skíðunum fór ég upp á Merkjahrygg í dásamlegu veðri, logni og sólskini þannig að ég gat verið á bol og þunnum buxum. Hlífðarfatnaðurinn var geymdur í bakpokanum. Þögnin og kyrrðin sem er þarna uppi í svona aðstæðum er ólýsanleg en eitt er víst að fátt er jafn endurnærandi fyrir sál og líkama en að vera einn á gönguskíðum uppi á fjalli í góðu veðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 21:54
Tónlistarhelgi
Þá er ágæt tónlistarhelgi að baki. Á föstudagskvöld var vorfagnaður karlakórsins Trausta haldinn og að þessu sinni var haldið inn í Berufjörð þar sem var sungið, etið, drukkið og farið í ýmsa leiki. Fyrr í vetur var haldinn haustfagnaður og nú var komið að vorfagnaði. Hvort tveggja var ákaflega ánægjulegt en nauðsynlegt er í hverjum félagsskap að gera sér dagamun.
Á laugardag var svo haldið á Eskifjörð þar sem við í hljómsveitinni Bergmál komum fram á tónleikum sem haldnir voru til styrktar nýju tónlistarhúsi í Kulusuk á Grænlandi en nýlegt tónlistarhús brann til grunna þar fyrir nokkrum dögum með hljóðfærum og öllu. Á sama tíma voru tónleikar í Hörpu en þeir
fengu heldur meiri athygli í fjölmiðlum heldur en þessir tónleikar á Eskifirði. Það var Daníel Arason sem átti veg og vanda af því að halda þessa tónleika en á þeim komu fram margir austfirskir tónlistarmenn, allt frá tónskólanemendum upp í atvinnumenn. Framtakið er mjög gott og Daníel á heiður skilinn og vonandi kemur þetta íbúum Kulusuk til góða fjárhagslega en auðvitað er gaman að taka þátt í því að sýna grönnum okkar í vestri smá hlýhug.
Á laugardagskvöld var Bergmál svo að spila á fjölmennri árshátíð Launafls í Félagslundi á Reyðarfirði þar sem góð stemming sveif yfir vötnum.
Manni var svo kippt aftur inn í fjölskyldulífið klukkan hálf tvö á sunnudag þegar ég var vakinn til þess að fara með Brynju á barnabingó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar