Færsluflokkur: Bloggar
14.3.2010 | 22:27
Þannig er nú það
Nú er netavertíðin í hámarki og því er heldur meiri umferð um Berufjörðinn en nú eru um 3 - 4 netabátar á veiðum í firðinum. Mars hefur verið aðalmánuðurinn í netaveiðunum og nú virðist vera mikið af fiski allsstaðar bæði hér fyrir sunnan Hornafjörð og svo voru fréttir um mikla fiskveiði í Breiðafirðinum fyrir nokkrum dögum en þá ber svo við að bátarnir þurfa að draga upp vegna kvótaleysis.
Mikil snilld er þetta Sopcast og TVU og Veetle og hvað þetta heitir allt. Nú getur maður horft á nánast hvaða íþróttagrein sem er, hvaða leik sem er, allt ókeypis og það er alveg ótrúlegt framboðið af beinum útsendingum. Ég hef nýtt mér þetta á þann hátt í vetur að ég hef reynt að sjá mína menn í Chelsea vinna hvern leikinn af öðrum, síðasta fórnarlamb var West Ham sem steinlá 4-1 þar sem Malouda fór á kostum, átti 16 fyrirgjafir sem leiddu til tveggja marka og skoraði svo eitt sjálfur. Sennilega gæti maður setið við allan sólarhringinn. Núna gæti ég til dæmis verið að horfa á golf, NBA, fótbolta í Evrópu eða Suður Ameríku, hafnabolta, Kanadískt íshokkí eða hestaveðhlaup. Allt sem þarf að gera er að fara inn á http://www.myp2p.eu/. Over and out, farinn að horfa á Toronta Maple Leafs spila við New York Islanders í NHL deildinni í íshokkí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 13:11
Lightspeed Champion
Ekki hef ég rekist á margar áhugaverðar plötur í febrúar. Þó er ein þess virði að minnast á, það er platan Life is sweet! nice to meet you, með Lightspeed Champion. Lightspeed Chmapion er ekki hljómsveit heldur tónlistarmaður sem heitir réttu nafni Devonté Hynes. Hann er svalur gaur sem minnir um margt á Gnarls Barkley og Animal Collective en hefur líka einhvern Motown hljóm í farteskinu. Þessari nýju plötu er skipt upp í fjóra parta, svipað og tvöföldu vínil albúmin voru í den, með tveimur stuttum instrumental pörtum og gæti allt eins verið sándtrakk í kvikmynd. Umslagið er líka eftirtektarvert en það minnir á gamaldags blúsplötuumslag.
Bestu lögin eru Marlene, I don´t want to wake up alone og smooth day (at the library).
Platan er þess virði að hlusta á hana og það kæmi mér ekki á óvart þó að það ætti eftir að heyrast meira í Lightspeed Champion á öldum ljósvakans á næstunni.
Hér er svo eitt sýnishorn af plötunni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 08:53
Lýðræði
Jóhanna ætlar ekki að greiða atkvæði um eigin lög. Hún segir að þessar kosningar séu tilgangslausar. Kommon þetta er kannski í fyrsta skipti sem kosningar eru ekki tilgangslausar. Það virðist ekki skipta neinu máli hverjir eru kosnir inn á þing þeir eru allir eins þessir pólitíkusar. Nú er landið eitt kjördæmi og öll atkvæði jöfn, einmitt það sem Samfylkingin hefur verið að leggja áherslu á. Já og Jóhana og Steingrímur ættu ekki að þurfa að vera í fýlu, heldur þvert á móti að birtast á skjánum með gleðisviplögðu en þeirra flokkar lögðu einmitt áherslu á að fólkið í landinu fengi að segja skoðun sína með þjóðaratkvæðagreiðslu:
Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.
Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá
Þjóðaratkvæðagreiðslur.
Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði - vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur
Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.
Já og svona til gamans, hver skildi hafa sagt í nóvember 2008: " Það verður BYLTING í landinu, ef þessi Icesave skuld verður greidd"?
![]() |
Atkvæði greidd um Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 10:03
Nei og aftur nei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 18:17
Bí bí
Starrinn er nokkuð skemmtilegur fugl, kvikur og klár, þó að sumir hafi á honum ímugust. Hann er algengur sunnan og vestan lands en ekki svo algengur hér um slóðir. Nafnið fær hann af stjörnunum sem eru á brjósti hans og baki.
Gráþrösturinn er frekar styggur og var um sig, líkur skógarþresti en aðeins stærri og stéllengri og sést helst hér á landi á veturna, á þeim tíma sem sennilega væri gáfulegra að halda sig á suðlægari slóðum. Eins ætti skógarþrösturinn að vera erlendis um þessar mundir en þó sjást alltaf einn og ein á veturna.
Hér er smá myndband, tekið út um gluggann og fram koma allir ofantaldir fuglar, auk ógreinilegs fugls sem ég hef ekki tegundagreint, væntanlega þó einhver af fyrrupptöldum fuglum, en hann sat upp á þaki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2010 | 12:54
Á nti til s
Vikan var köld. Á mánudag var bræla og ekki sjóveður. Á þriðjudag var ég heima með Brynju af því að hún er með lungnabólgu, en mér var þó hleypt út í klukkutíma (stundum er komið fram við mann eins og naut) og þá nýtti ég tækifærið, reimaði á mig skautana og skautaði og skautaði, meðfram flugvellinum út í Kiðhólma og á Breiðavoginum. Á miðvikudag var róið en á fimmtudag fór ég í Egilsstaði til þess að vera viðstaddur afhendingu menningarstyrkja á austurlandi en ég á víst sæti í ráðinu sem deilir út styrkjunum. Margir spennandi listviðburðir munu líta dagsins ljós á árinu en alltaf er það nú samt svo að maður hefði viljað að fleiri fengju styrk en þá þyrftu líka að vera meiri peningar til umráða. Á föstudag var róið og á laugardag var farið í Egilsstaði að keppa í 10 km hlaupi. Við Hafliði drifum okkur í þetta og ferðin var hin ánægjulegasta. Á Egilsstöðum eru nokkrir skokkarar en hér niður við voginn Djúpa hlaupa menn einir sér eða í smærri hópum. Hafliði vann náttúrulega hlaupið en ég náði fimmta sæti og var einn af fáum sem bætti fyrri tíma minn en aðstæður voru þannig að hálka og snjór hægðu á flestum hlaupurunum. Annars er ég búinn að vera nokkuð duglegur að hlaupa frá því í janúar, en í janúar hljóp ég 62 km og í febrúar hljóp ég 84 km. Næsta hlaup á Egilsstöðum verður eftir mánuð og vonandi nær maður að bæta sig enn meira þá. Farinn á skauta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2010 | 22:56
Ólympíuleikarnir
Þar sem við Íslendingar erum lélegir í vetraríþróttum er nauðsynlegt að hafa þjóð til að halda með í keppninni og Finnar eru mínir menn á ólympíuleikunum eins og svo oft áður en hver en annars eru það einstakir keppendur frá hinum og þessum löndum sem heilla mann með frammistöðu sinni. Verst þykir mér samt að mest af keppninni fer fram á nóttunni hér í sjónvarpinu mínu.
Vinnuvikan hefur verið stormasöm og ekki hægt að róa alla daga, hér er samt smá myndband frá því í síðustu viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010 | 00:23
112 Ludmila
Veðrið er búið að leika við okkur þessa vikuna og þegar svo háttar til brosir veröldin við manni. Ég var meira að segja svo heppinn að einhver Ludmila (væntanlega frá Rússlandi) sendi mér (og reyndar dálítið mörgum) tölvupóst þar sem hún telur upp kvenkosti sína sem eru ófáir og miðað við þær lýsingar nálgast hún að vera hin fullkomna kona. Ég skil samt ekki af hverju hún valdi að senda mér tölvupóst, og enn síður af hverju hún sendir svona mörgum. Hún heldur sennilega að ég ætli mér að skipta, en þar skjátlast henni.
Annars hefur vikan verið nokkuð hefðbundin. Við Andrés fórum á selveiðar út á Breiðavog í gær:
Í dag köfuðum við Guðlaugur og hann var með nýja myndavél meðferðis og smellti af nokkrum sem ég verð nú að stelast til að setja hér inn. Skyggnið var með besta móti en sjávarhitinn er nú um 2,0°C.
Á morgun verður svo haldið upp á 112 daginn þar sem neyðartæki staðarins fara í ökuferð um þorpið og verða svo til sýnis. Slökkvilið og björgunarsveit hafa verið vaxandi undanfarin misseri, tækjakostur hefur verið endurnýjaður og mannskapur hefur fengið þjálfun. Sjúkraflutningamenn verða líka til taks en það háir deildinni svolítið hversu fáliðaðir þeir eru. Kannski má segja að hún sé fámenn en góðmenn. Amenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 11:46
Hvernig gerist þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2010 | 22:54
Blóðsuguhelgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 66440
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar