Færsluflokkur: Bloggar
24.12.2009 | 01:15
Ég er vindurinn sem þýtur
Teigarhorn:
Öxi:
Papey:
Tónleikarnir hjá Tónleikafélaginu Æi á laugardag tókust ágætlega, hver veit nema eins og eitt myndband frá tónleikunum rati hingað inn fljótlega. Svo eru jólin að koma en undirbúningi jólanna var lokið óvenju snemma þetta árið og Þorláksmessa var því tiltölulega ljúf og róleg.
Að lokum:
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 17:36
Hvar endar þetta?
Ég á vin sem býr í Liverpool. Hann hitti mann fyrir utan stórmarkað í miðborginni í gær. Sá grét með miklum ekka og sagðist hata þennan tíma árs þegar hann þyrfti aftur og aftur að klæða sig í asnalegan rauðan búning og vera niðurlægður fyrir framan börn og fullorðna. Þá sagði vinur minn við hann:... "En Hr. Gerrard, þú valdir sjálfur að spila fyrir Liverpool." ;)
![]() |
Portsmouth skellti Liverpool á Fratton Park |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 00:53
Them crooked vultures
Hvað fær maður út ef maður blandar saman hálfum lítra af Led Zeppelin og hálfum lítra af Queens of the stone age? Svarið er Them crooked Vultures en þeir eru einmitt nýbúnir að gefa út sína fyrstu plötu sem heitir sama nafni og hljómsveitin, Them crooked vultures.. Það er kannski engin tilviljun, af því að þessi hljómsveit er þriggja manna band og samanstendur einmitt af bassaleikaranum úr Led Zeppelin, John Paul Jones, gítarleikaranum út Queens of the stone age Josh Homme, og sá sem lemur trommurnar er enginn annar en Cave Grohl sem varð fyrst frægur fyrir að tromma með Nirvana og varð svo síðar aðalmaðurinn í Foo Figters. Þetta er því ekta súpergrúppa. Stundum verða súpergrúppur dálítið litaðar af aðalmanninum, eins og t.d. Raconteurs með Jack White innanborðs, en það er ekki hægt að segja um Them crooked vultures. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu bara þrír miðað. Tónlistin er grípandi og fersk, gamaldags þungarokk með nútímalegum blæ, og að mínu mati eru "Noone loves me & neither do I", "Elephants" og "Scumbag blues" bestu lögin. Tékkið á þessu ef þið eruð rokkhundar, hér er tóndæmi (ekki sjóndæmi):
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 19:40
Það er blíðan
Í vinnunni vorum við í prufutöku fyrri hluta vikunnar og að henni lokinni er maður fullur bjartsýni á framtíð þorskeldis á Íslandi, en meiri vöxtur og minni afföll eru þeir þættir sem hafa verið að batna hjá okkur upp á síðkastið og útlit er fyrir að þeir muni halda áfram að batna næstu misseri. Ekki er það nú svo amalegt að vinna við þessar aðstæður og litadýrð:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 23:54
Adam Lambert
Þá að plötunni sem kom út í nóvember og er farin að sjást í verslunum. Platan ber nafnið "For your entertainment". Það sem mér finnst forvitnilegast við plötuna er, að á henni fær Adam ýmsa fræga tónlistarmenn til að semja fyrir sig og með sér. Má þar nefna Matthew Bellamy úr Muse, Justin Hawkins úr Darkness, Pink, Lady GaGa, Rivers Cuomo úr Weezer, Ryan Tedder úr One Republic, Linda Perry úr 4 non Blondes. Fleiri koma við sögu sem hafa látið mikið til sín taka í tónlistarframleiðslu. Á disknum blandast saman rokk, diskó, raftónlist, R&B. hver verður að dæma fyrir sig en hér er á ferðinni fyrsta flokks poppplata, ein af betri poppplötum ársins að mínu mati og ef maður getur gleymt því um stund að Adam hafi verið í Idol, er vel hægt að njóta þess að hlusta á hann, enda frábær söngvari með fyrsta flokks tónlistarfólk með sér. Síðan er bara vonandi fyrir Adam að hann höndli frægðina.
Ég fann ekkert almennilegt myndband með lagi af þessari nýju plötu hans en þó er hægt að hlusta á þau flest þar. Kannski er rétt að benda sérstaklega á Pick U up eftir Rivers Cuomo, Soaked eftir Matt Bellamy og Fever eftir Lady Gaga en kannski má segja að þeir sem hafa gaman af Mika, Muse og Lady Gaga gætu haft gaman af þessari plötu.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2009 | 20:41
Landshorna á milli
Mikið hefur verið um tónlistariðkun og spilirí bæði á Hótel Framtíð og á jólahlaðborði á Hótel Bláfelli en þess á milli hefur verið æft fyrir tónleika sem verða að öllu óbreyttu þann 19. des á Hótel Framtíð.
Í fyrradag flaug ég á Ísafjörð þar sem ég þurfti að vera viðstaddur mælingar á þorski en það er hluti af rannsóknarverkefni sem HB Grandi tekur þátt í og þar að auki var fundað um mögulega þátttöku í frekari rannsóknum á eldisþorski. Þessar rannsóknir og þær sem verið er að velta vöngum um hvort fara á út í, miða að því að auka vöxt og draga úr afföllum. Eitt af því sem var mikið rætt var ljósnæmi þorsks og hvernig hann bregst við sólarljósi. E.t.v. verður það eitthvað sem verður rannsakað á næstu misserum. Helstu vandamálin í þorskeldinu eru of lítill vöxtur og of mikil afföll en við erum smátt og smátt að ná að bæta þessa þætti. Eins og þetta hefur verið hafa afföllin oft verið um og yfir 50% en það segir sig sjálft að ekki er hægt að fara út í stórskala þorskeldi á meðan ekki hefur verið bætt úr því. Ef þetta væri yfirfært á sauðfjárbúskap sést það kannski enn betur, en ef allar ær á einu búi eignast tvílembinga, annar drepst og hinn vex ekki sem skyldi, þá er ekki von á góðu. En eins og ég sagði hafa þessir þættir þó verið að batna smátt og smátt.
Þetta er í þriðja skipti á rúmu ári sem ég kem á Ísafjörð en auk þess var farið til Súðavíkur, Bolungarvíkur og Hnífsdals. Í Ísafjarðarbæ var mikið búið að skreyta og Ísfirðingar greinilega komnir í jólaskap þrátt fyrir að snjóinn vanti þar. Í gær átti svo að fljúga heim en vegna hliðarvinds á flugbrautina var fluginu frestað þangað til í morgun og það varð til þess að Mugison varð þess heiðurs aðnjótandi að vera samferða mér í flugvélinni í bæinn. Þetta er nokkuð langt ferðalag og varla hægt að fara lengra, landshorna á milli á Íslandi. Ferðin vestur tók þó ekki nema um fimm tíma. Heimferðin tók heldur lengri tíma vegna millilendingar í Reykjavík en þar sem Öxi er ófær ákvað ég að fara um Breiðdalsheiði en maður fer hana orðið afar sjaldan.
Að öðru leiti hefur vinnan verið nokkuð hefðbundin en nú er kominn sá tími sem sjávarhiti er farinn að lækka og þar með minnkar matarlystin hjá blessuðum fisktittunum en nú er sjávarhitinn um 4,4°C (39,92°F) (277,5°K). Þetta leiðir til þess að ekki er þörf á að fóðra á hverjum degi enda eru veður orðin válynd á þessum tíma og stundum ekki hægt að komast út að kvíum nema tvisvar til þrisvar í viku en þá gefst tími fyrir ýmsa viðhaldsvinnu og pappírsvinnu sem annars fær að sitja á hakanum. Í næstu viku verða svo væntanlega gerðar mælingar á fiskinum okkar hér í Berufirði og það verður forvitnilegt að sjá hversu mikið hann hefur vaxið í haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 18:50
Þjóðaratkvæðagreiðsla?
Í gær birtust í Morgunblaðinu frá vefsíðunni http://www.andriki.is/ (Sem bæ ðe vei er vefsíða sem afar hollt er að lesa öðru hvoru) þar sem rifjaðar voru upp glefsur úr þingræðum Atla Gíslasonar frá því fyrir tæpu ári síðan. Þar lýsti Atli skoðunum sínum á því að Íslenska ríkið ætti að taka á sig skuldbindingar sem nema hundruðum milljarða vegna Icesave og þar kom fra að hann var gjörsamlega mótfallinn því. Síðan þá hefur sú breyting orðið að flokkurinn hans, Vinstri Grænir er kominn í ríkisstjórn en ekkert annað hefur breyst. Ekki heldur það að Íslensku þjóðinni beri sú skylda að greiða Icesave skuldbindingarnar. Enginn hefur sýnt fram á það með lögfræðilegum rökum að íslenska ríkið beri ábyrgð á Icesave. Samkvæmt því ber því Íslendingum ekki að greiða þessar skuldbindingar fyrr en þá að ríkisstjórnin hefur samþykkt þær. Maður hefði því vænst þess að geta treyst á að Atli Gíslason fylgi sannfæringu sinni og greiddi atkvæði gegn samningunum. Reyndar þurfti Atli að taka sér frí frá þingstörfum á meðan atkvæðagreiðslan fór fram, af persónulegum ástæðum, þar sem hann stendur í flutningum þessa dagana. Bölvuð óheppni að þetta skuli hittast svona á. Alltaf þarf eitthvað að koma upp á.
Í stefnuskrám Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fyrir kosningarnar í vor var sérstaklega tekið fram að visa ætti stórum málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hjá Vinstri grænum var þetta svona:
Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009
Aukið lýðræði - vegur til framtíðar.
Lýðræðisumbætur
Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.
Hjá Samfylkingunni var þetta svona:
Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009
Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.
Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur
Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá
- Þjóðaratkvæðagreiðslur.
- Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
- Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
- Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Nú er ekki búið að breyta lögunum á þennan hátt en......
Forseti Íslands hefur lýst því yfir og staðfest að synjunarréttur forsetans sé í fullu gildi. Varla hefur hann skipt um skoðun nýlega. Það ætti að létta forsetanum enn frekar ákvörðunina, að tugir þúsunda hafa skráð sig á http://www.indefence.is/ (það er enn hægt að skrá sig þar)þar sem biðlað er til forsetans að senda Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Miðað við kosningaloforð Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar ættu meðlimir þeirra samtaka því að gleðjast ef þetta fer í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eða hvað?
![]() |
Meirihluti samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 17:19
Weezer
Bandaríska rokksveitin Weezer var að gefa út hljómdiskinn Raditude. Ég hef haft nokkra ánægju af hlustun á tónlist þeirra Weezer manna en sumir kannast ef til vill við lög eins og Island in the sun, Buddy Holly og Hash pipe. Ef menn kannast ekki við þau má finna þau á youtube ásamt ýmsum cover útgáfum þar sem Weezer taka Radiohead, Lady Gaga, MGMT, Nirvana og fleiri. Sá sem er aðalsprautan í hljómsveitinni er náungi að nafni Rivers Cuomo en hann semur og syngur flest öll lögin.
Síðasta plata þeirra Red Album sem kom út í fyrra þótti ekkert sérstök en hún snerist að miklu leiti um það hvernig Cuomo tekst að takast á við það að verða miðaldra. Á þessari plötu hins vegar hverfur Cuomo aftur í tímann og rifjar upp brot frá sínum yngri árum, samanber myndbandið hér að neðan, þar sem þeir flytja lagið (If you'er wondering if I want you to) I want you to. Þeir Weezer félagar hafa líka tekið þetta lag upp sem dúett þar sem Sara Bareilles syngur á móti Cuomo. Plata þessi er að margra dómi ein af þeim betri sem Weezer hafa sent frá sér og á henni má heyra gamla góða Weezer hljóminn þar sem mætast gamaldags popp frá sjötta áratugnum og þyngri gítar riff frá glysrokkstímabilinu sem var í byrjun áttunda áratugarins og hljómsveitir eins og T-Rex, Sweet og Slade voru þekktastar fyrir.
Svo er það hér í dúettaútgáfunni með Söru sem mér finnst eiginlega skemmtilegri:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 07:52
The lunatics have taken oer the asylum
Þetta gamla Specials lag lýsir ótrúlega vel ástandinu hér á landi. Titillinn segir allt sem segja þarf.
Annars er það mín skoðun að það eigi að fá úr því skorið hvort okkur ber að ábyrgjast Icesave. Ekkii hefur enn verið sýnt fram á það af dómstólum að allur pakkinn eigi að lenda á okkur. Hver er ábyrgð Breta og Hollendinga?
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 12:54
tölvuleysi og tímaleysi
Þegar heim var komið tók við mikil vinnutörn en flesta dagana að föstudeginum undanskildum var unnið fram á kvöld, en meðal annars var skipt um ljósavél í Stapaey.
Dagar myrkurs hafa staðið yfir hér að undanförnu en að þessu sinni hefur maður misst af öllu sem boðið hefur verið upp á. Stefnan er þó tekin á sviðamessu í kvöld. Á morgun verður svo ekið til Reykjavíkur, krökkum skilað og einn fundur tekinn í bænum á mánudag og svo nær maður vonandi aftur heim á mánudagskvöld.
Úr fréttum vikunnar stendur upp úr að ríkisstjórnin hyggst hækka tekjuskatt allverulega, flækja skattkerfið, hækka virðisaukaskatt og ýmis opinber gjöld.
Í kreppu skiptir mestu að draga úr atvinnuleysi til að koma hinum svokölluðu hjólum atvinnulífsins í gang og tekju grunnurinn verði þannig meiri og tekjurnar meiri en aukinn skattur hefur neikvæð áhrif á þetta þar sem vilji fólks til að vinna minnkar, vilji til að skapa ný störf, vilji til að stofna ný fyrirtæki minnkar og starfandi fyrirtæki halda að sér höndum, auk þess sem hættan eykst á að fleiri flytji úr landi. Þessar aðgerðir eiga að bæta hag ríkissjóðs en þetta gæti hæglega haft öfug áhrif þannig að tekjur ríkissjóðs minnka og ríkissjóður verður ver staddur, en auk minni vinnuvilja minnka ráðstöfunartekjur og því verður minna keypt af vörum sem bera virðisaukaskatt. Þetta er vel þekkt úr hagfræðinni og Ragnar Árnason hagfræðingur benti á í Kastljósi á þriðjudag en hann taldi einnig að tessar tillögur væru illa ígrundaðar.
Virðisaukaskattur hækkar, eldsneyti verður dýrara, rafmagn verður dýrara, verðbólga eykst, sem þýðir hærri afborganir lána og þetta mun bitna verst á þeim sem eru með tekjur á bilinu 300.000 - 600.000. en í þeim hópi er m.a. ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, koma sér upp húsnæði o.s.frv.
Síðan skýlir hin svokallaða ríkisstjórn sér á bak við það að þetta þurfi að gera til að borga Icesave skuldir en það er svolítið kúnstugt að enginn hefur sýnt fram á það með lögfræðilegum rökum að okkur beri í raun að borga þetta, heldur vilja Jóhanna og Steingrímur að við beygjum okkur fram og leyfum Bretum og Hollendingum að koma fram vilja sínum. Þau hafa jafnvel gerst svo djörf að halda því fram að eitthvað samtal eða minnisblað frá því fyrir ári síðan geri það að verkum að íslenska þjóðin sé búin að skuldbinda sig til margra áratuga. Það þarf nú meira til en það, t.d. samþykki alþingis. Já og svo hefði líka verið fínt að vera með sterka þjóðarleiðtoga sem þora að standa í hárinu á erlendum ríkjum eins og gert var þegar íslendingar og Bretar áttu í þorskastríði.
Góða helgi.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar