Ófærð

Nú er nýbyrjað að sýna Ófærð hér í Breska sjónvarpsfélaginu (BBC4). Það yljar manni svo sannarlega um nýrnahetturnar að heyra íslenska ylhýra tungumálið hljóma í ríkissjónvarpi breska konungsveldisins.  Annars horfi ég átakanlega lítið á sjónvarp, hér á þessum fjarlægu eyjum er fátt sem heillar, hér eru fréttir ekki fluttar af Boga Ágústssyni og því ekki sérlega eftirsóknarvert að horfa á þær og hér er ekki Landinn en hins vegar er boðið upp á ógrynni af alls konar sápuóperur.  Ég hef aldrei nennt að horfa á sápuóperur en samt veit ég að breskar sápuóperur eins og Hollyoaks, Eastenders og Coronation street virðast vera nokkuð vinsælar hér um slóðir.  Það er líka umhugsunar vert að amerískar sápuóperur fjalla um ógeðslega ríkt fólk sem er ekki að gera neitt sérstakt og það er yfirleitt leikið af fólki sem hefur frekar fengið hlutverkið út á hárgreiðsluna en leiklistarhæfileikana á meðan breskar sápuóperur fjalla um venjulegt almúgafólk sem er ekki að gera neitt sérstakt en hefur þó fengið hlutverkið út á eitthvað annað en hárgreiðsluna.  Annars nýti mér helst Sky sports til þess að horfa á enska boltann og þar eru líka skemmtilegir þættir sem heita Fantasy football club þar sem einni liðurinn er að gömul fótboltahetja er tekin í viðtal, ræðir um ferilinn og velur lið með 11 bestu leikmönnum sem hann hefur leikið með.   Íris horfir stundum á þætti um afkomendur íranskra innflytjenda í bandaríkjunum þar sem fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafi í tugþraut, karlmennskan uppmáluð, ákvað þegar hann var að komast á ellilífeyrisaldurinn að skipta um kyn.  Af þessu má sjá að Ófærð er kærkomin viðbót og nú er bara að sjá hver sá seki er.  Getur verið að Ingvar E Sigurðsson sé bara í aukahlutverki, er hans þáttur stærri?  Eru það hótelstjórinn og Jóhann Sigurðarson sem búa yfir einhverju leyndarmáli?  Eða einhver annar?  Kemur í ljós.


mbl.is Leika allir Íslendingar í Ófærð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 66164

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband