Hneyksli

Ég get tekið undir að þessi dómur er hneyksli.  Það er háalvarlegt mál ef ráðist er á lögregluþjón sem hefur það jú að starfi að halda uppi lögum og reglu.  Erlendis er þetta litið mun alvarlegri augum og harðari dómar fyrir svona munu án efa auka öryggi lögreglumanna
mbl.is Kurr í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Meinhornið

Enda hefði dómstóllinn dæmt öðruvísi ef lögregluþjónarnir hefðu litið út fyrir að vera annað en enn ein ofbeldisklíkan.

Ef þeir vilja þessa auknu vernd þá skulu þeir vera í búningum.

Meinhornið, 13.3.2008 kl. 08:28

2 identicon

Læknir í lopapeysu fengi ekki að skera mig upp í þeim skrúða.

a (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:35

3 identicon

Meinhornið hefur talsvert til síns máls.  Þarna fer lögreglan vísvitandi í felur, þ.e. gengur til starfa óeinkennisbúin, trúlega í þeim tilgangi að hafa hendur í hári þeirra sem kunna að vera undir áhrifum bannaðra vímuefna.  Undir þeim kringumstæðum virkar lögreglan eins og hópur ofbeldismanna sem er að angra fólk á almannafæri.  Ekki er undarlegt þó að fólk, sem ekki þekkir til lögreglumannanna, taki feil á þeim og klíku ofbeldismanna.

Ég tók eftir því að flestar bloggfærslurnar, sem tengjast þessum dómi, komu á netið áður en dómurinn var birtur á netinu.  Því velti ég því fyrir mér á hvaða forsendum menn gagnrýna dóminn.  Núna, þegar þetta er skrifað, hefur dómurinn birst á domstolar.is og ég hef rennt yfir hann.  Ég sé ekki betur en þarna sé beitt viðurkenndum aðferðum við sönnunarfærslu og að dómurinn sé að mestu leiti byggður á framburði lögreglumannanna sjálfra og vitna sem stóðu hjá.

Það er eitt af einkennum réttarríkis að dómstólar séu sjálfstæðir í störfum sínum og allir séu jafnir fyrir lögunum.  Eða eru menn að fara fram á að lögreglumenn ákveði sekt og sýknu og refsingu manna?  Menn sem tilheyra þeirri stétt ríkisstarfsmanna þar sem menntunarstig er lægst.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:56

4 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ég get tekið undir það að lögreglumönnum ber að vera í búningum, vilji þeir njóta virðingar við störf sín.  Það kemur reyndar ekki fram í þessari frétt hvort þeir hafi verið í búningum eða ekki.

S Kristján Ingimarsson, 13.3.2008 kl. 09:13

5 identicon

Kröfur, sem gerðar eru til lögreglumanna eru miklar og við ætlumst til, að þeir séu alltfa til staðar þegar við þurfum á þeim að halda og þeir veiti okkur vernd. Umræddum árásarmönnum mátti vera ljóst að þarna voru lögreglumenn á ferð. Þeir sýndu skilríki. Það er forkastanlegt að lögreglumenn skuli ekki njóta neinnar verndar um fram almenna borgara.  Lögreglumenn eru margir hverjir að gefast upp. Virðingarleysi okkar gagnvart lögreglumönnum ber fyrst og fremst vott um virðingarleysi okkar ganvart lögum, reglum og okkur sjálfum.  Hvað varðar menntun lögreglumanna vil ég segja það, að til þeirra eru gerðar miklar kröfur,  bæði hvað varðar andlegan og líkamlegan styrk. Að ráðast að lögregumönnum í starfi er stórglæpur í mínum huga. Stjórnmálamenn tala um, að eitt af meginviðfansefnum stjórnvalda sé að efla löggæsluna og uppræta fíkniefnamisferlið. Er leiðin til þess, að draga úr löggæslu eins og fyrirhugað er á Suðurnesjum og   ómerkja framburð hóps lögreglumanna, sem voru limlestir í starfi ( þvílík niðurlæging) ? "Nei" Ef ekki fást lögreglumenn til starfa, sem  vilja ráðast  að  fíkniefnavandanum og öllum þeim subbuskap sem honum fylgir, hvað gerum við þá? Flytjum kanski bara inn lögreglumenn? Eða gerum við kanski bara ekki neitt.?  Með lögum skal land vort byggja og/en með ólögum eyða. Hvorn kostinn kýst þú?

Kolbrún (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:08

6 identicon

Mér þykir það furðu sæta að Hreiðar Eiríksson, sem er fyrrverandi lögreglumaður, skuli alls staðar finna sig knúinn til þess að koma því áleiðis að lögreglan sé sú stétt ríkisstarfsmanna sem er með hvað lægsta menntunarstig.

Hreiðar sagði skilið við lögreglustarfið eftir 20 ára feril, menntaði sig í lögfræði og kemur nú alls staðar fram með þessar þessar fullyrðingar án þess að þær komi umræðuefninu nokkuð við. 

Lögreglan jafnt sem almenningur er í þessu tilfelli að gagnrína einstakan dóm.  Lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins hefur gagnrínt dóminn og telur hann rangan og hann er nú menntaður maður og skynsamur eftir því sem ég best veit.

Þú þarft að brjóta odd af oflæti þínu og láta af þessu menntasnobbi þínu, það þarf ekki að læra lögfræði eða vera menntaður (eða ómenntaður) lögreglumaður til þess að gera sér grein fyrir óréttlæti þegar það sýnir sig.  Það er ekki nokkur maður að segja að lögreglan sjálf eigi að ákveða sekt eða sýknu og þá ekki refsingar.

Að auki tel ég upplýsingar þær sem þú ítrekað ert að reyna að koma út í samfélagið um menntun lögreglumanna í lögregluskóla ríkissins séu beinlínis rangar og til þess fallnar að draga úr tiltrú almennings á lögreglunni og ég velti fyrir mér tilgangi þessara óumbeðnu upplýsinga þinna.  Það eru t.d. sömu kennarar sem kenna lögfræði í LSR og laganemum í HÍ.

Löggi (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband