7.12.2008 | 10:53
Tjarnarklukkur á Hálsum
Ég sá þessar tjarnarklukkur stundum þegar ég var strákur að hjálpa pabba í heyskap inn á Halsi. (Eða sko þegar ég var búinn að hjálpa og mátti leika mér ég var ekkert að svíkjast undan sko) Ekki grunaði mig að þetta væri einstakt náttúrufyrirbrigði sem þyrfti að friða. (Ekki það að mig hafi grunað að neitt væri sérstakt náttúrufyrirbrigði á þeim árum)
Hér áður fyrr voru krakkar oft varaðir við því að vera nálægt tjörnum og pollum af því að þar væru brunnklukkur sem myndu reyna að fljúga upp í þá og ofan í maga þar sem þær myndu éta börn innan frá. Ekki veit ég hvort þessi hræðslu áróður var ætlaður til þess að koma í veg fyrir að krakkar væru að sniglast í kringum vötnin svo að þau færu sér ekki að voða, eða af hræðslu við brunnklukkur. Allavega virðast þessar bjöllur ekki vera neinar skellibjöllur í Pétri Pan miðað við lýsingarnar hér að neðan.
Tjarnarklukka er af brunnklukkuætt en brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, lækjarklukku (l. Hydroporus nigrita), brunnklukka (l. Agapus bipustulatus), tjarnarklukka (l. Agapus uliginosus), grænlandsklukka (l. Colybetes dolabratus) og tegundina Oreaodytes sanmarki sem fannst nýlega undir Eyjafjöllum á Suðurlandi. Allar þessar tegundir eru fleygar.
Allar þessar tegundir eru rándýr, bæði á lirfustigi og fullorðinsstigi. Lirfurnar gefa frá sér eitur sem lamar bráðina. Bráðin er síðan leyst upp (melt) og lirfurnar tæta hana í sig. Vegna þessa geta lirfur vatnabjalla oft ráðist á dýr sem eru mun stærri en þær sjálfar. Á fullorðinsstigi er brunnklukkan skæðasta rándýrið í hópi vatnaskordýra enda er hún vel útbúin með sterka bitkjálka. Þá notar hún til að bíta ýmis smádýr, meðal annars lirfur, í sundur. Til að fá súrefni fer brunnklukkan upp á yfirborðið og nær í loftbólu sem hún geymir síðan undir vængjum sínum. Hún notar svo súrefnið smám saman meðan hún athafnar sig í vatninu.
![]() |
Þrettán ný svæði friðlýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.