Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2010 | 00:15
Kafað í Nykurhyl
Hylurinn sem heitir Nykurhylur er neðan við neðsta fossinn í Fossá og dregur nafn sitt af því að í honum átti að vera Nykur. Nykur er þjóðsagnavera sem á að líkjast hesti í útliti en öfugt við hesta eins og við þekkjum þá snúa hófarnir aftur og hófskeggin fram á nykrum. Samkvæmt þjóðtrúnni er Nykra að finna í ám og stöðuvötnum og jafnvel sjó. Nykurinn reynir gjarnan að tæla menn á bak sér. Þeir sem fara á bak sitja þar fastir með einhverjum hætti en nykurinn hleypur óðar að vatninu þar sem hann á sér óðal og steypir sér á kaf og drekkir þeim sem á honum situr. Hann þolir ekki að heyra nafn sitt nefnt, en heyri hann það tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið. Lengi vel var reynt að losna við Nykurinn úr hylnum í Fossánni en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í hann eftir skírn á einum af bæjunum á dalnum. Enda sáum við engan nykur þarna í dag.
Nú stendur til að nota vatn úr hylnum til útflutnings en tankskip, allt að 80.000 tonn, munu þá liggja við akkeri út á firðinum á meðan þau eru fyllt af vatni úr hylnum og vatnið er svo ætlað til landbúnaðar og iðnaðarnotkunar á vatnslitlum svæðum við Miðjarðarhaf. Þá er spurning hvort hægt verði að kafa í hann eftir að þær framkvæmdir verða orðnar að veruleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 23:54
Meira jákvætt
Það er líka ánægjulegt að sjá ný fyrirtæki verða til. Bátasmiðja, sú eina sinnar tegundar hér á landi tekur til starfa innan skamms og þar munu nokkrir menn hafa atvinnu. Handverkið blómstrar nú sem aldrei fyrr og er greinilega á uppleið. Já og svo er búið að opna hina glæsilegu Bakkabúð.
Allt þetta til samans skapar a.m.k. tuttugu manns atvinnu til lengri eða skemmri tíma og munar um minna á ekki stærri stað.
Jæja þetta nú er komið nóg af jákvæðni. Er ekki orðið tímabært að tala um eitthvað neikvætt? Nei ég nenni því ekki.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2010 | 00:24
Jákvætt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010 | 00:07
HM úrslit
Lið mótsins að mínu mati er eftirfarandi, skipað leikmönnum úr fjórum bestu liðunum og miðað við leikkerfið 4-2-3-1, sem var leikkerfi mótsins.
Casillas, Lahm, Fucile, Mertesacker, Puyol, Schweinsteiger, Snejder, Xavi, Villa, Muller, Forlan. Varamenn: Neuer, Friedrich, Robben, Busquets, Iniesta, Ramos, Suares, Klose.
Ýmsir fleiri hefðu komið til greina, t.d. var Muslera, marvörður Uruguay búinn að vera frábær fram að síðasta leiknum en hinir tveir gerðu nánast engin mistök alla keppnina. Það hefði líka komið til greina að velja leikmenn sem komust ekki svona langt í keppninni en þó að leikmenn eins og Honda, Messi, Maicon, Higuain, Cole og Blanco hefðu verið í liðinu hefði það ekki verið mikið sterkara.
Mark mótsins á svo Giovanni von Bronckhorst á móti Uruguay og klúður mótsins er klúður Yakubu hjá Nígeríu á móti Japan minnir mig.
Nú er bara að bíða eftir Brasilíu 2014.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 23:07
HM - Undanúrslit
Hollendingar unnu Úrúgvæa nokkuð auðveldlega og virtust Úrúgvæarnir frekar þreyttir eftir hina hörðu rimmu þeirra við Ganverja. Þeir geta þó borið höfuðið hátt eftir keppnina en 3 - 4. sæti er nú ekki slæmur árangur og liðið hefur spilað skemmtilegan fótbolta. Van Bronckhorst skoraði eitt af mörkum keppninnar í leiknum en annað sem bar til tíðinda var að Forlan var sennilega að spila sinn slakasta leik í keppninni til þessa og þrátt fyrir að hann skoraði eitt mark var frammistaða hans ekki nægilega góð til að koma í veg fyrir sigur Hollendinga. Þá var merkilegt hvað Van Bommel var lengi að fá gult spjald, þrátt fyrir mörg brot í leiknum slapp hann þangað til í uppbótartíma.
Svo er það seinni undanúrslitaleikurinn. Ég hélt með Þjóðverjum enda voru þeir búnir að vera skemmtilegastir og frábærastir allt mótið. Spánverjar voru samt mun betri aðilinn í leiknum án þess að skapa sér mörg færi og hinu unga liði Þjóðverja varð ekki ágengt með að prjóna sig í gegnum sterka vörn Spanjólanna. Úrslitin voru því sanngjörn og það er eftirsjá af Þjóðverjum en þar sem liðið er ungt má reikna með því sterku í næstu keppni.
Þetta mót er búið að vera frábær skemmtun. Þó sér maður einn og einn væla yfir því að það sé hneyksli að sjónvarp allra landsmanna skuli vera að sýna frá íþróttaviðburðum sem þessum. Ég verð nú bara að segja að þetta fólk ætti frekar að samgleðjast okkur þessum sem finnst þetta besta sjónvarpsefni sem völ er á og virkilega góð tilbreyting á annars flatri og einsleitri dagskrá. Það er örugglega erfitt að gera öllum til hæfis en þetta allavega lífgar upp á tilveruna hjá stórum hluta þjóðarinnar og svo fer a.m.k. ég í gott sjónvarpsfrí að lokinni keppninni.
![]() |
Spánn leikur til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2010 | 00:42
HM 3. júlí
Það var ekki við öðru að búast en að þetta yrði hörkuleikur þar sem þetta voru búin að vera tvö bestu og skemmtilegustu liðin í keppninni til þessa og eiginlega synd að þetta gæti ekki orðið úrslitaleikurinn. En Þjóðverjarnir sýndu nánast fullkominn leik þar sem Argentínumönnum var refsað fyrir minnstu mistök og þeir nýttu sér vel helstu veikleika Argentínumanna, bakverðina, á sama tíma og þeir náðu að koma með svör við helstu styrkleikum þeirra í sókninni með Tevez, Higuain og Messi í fararbroddi. Það er hreinasta unun að horfa á Þjóðverjana spila og nú vonast maður bara til þess að þeir fari alla leið og verði heimsmeistarar en miðað við spilamennskuna fram að þessu ætti það að takast. Hins vegar eru það erfiðir mótherjar sem bíða þeirra og verður spennandi að sjá hvernig þeir leikir fara. Já og það er eftirsjá af Argentínumönnum en þeir eru búnir að vera afar skemmtilegir á mótinu.
Spánn - Paraguay.
Flestir áttu von á að Spánn færi tiltölulega létt í gegnum 8 liða úrslitin enda Paraguay af mörgum talið slakasta liðið í 8 liða úrslitunum. Það tók hins vegar Spánverja 82 mínútur að komast yfir gegn Paraguayum og sigurinn hefði svo sem getað lent hvoru megin sem er. Í heild var leikurinn frekar bragðdaufur að undanskildum fjórum mínútum (frá 57. - 61. mín) þar sem þrjár vítaspyrnur voru teknar og þær hefðu víst getað verið fleiri en samt sem áður var staðan 0 - 0 að þeim loknum. En Spánverjar hafa David Villa sem er búinn að vera frábær í þessu móti og það verða því Spánverjar og Þjóðverjar sem mætast í hinum leiknum þar getur víst allt gerst. Spennan magnast.
![]() |
Villa tryggði Spáni sigur og undanúrslitaleik við Þýskaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 23:29
HM 2. júlí.
Svo var það hinn leikurinn. Ég hélt með Uruguay. Þeir voru búnir að spila skemmtilegan sóknarbolta alla keppnina á meðan Ganverjar voru búnir að spila frekar neikvæðan leik, varnarsinnaðir og lítið búnir að skora nema úr vítaspyrnum. Jafnari verða leikirnir varla. Spennan jókst alltaf eftir því sem leið á leikinn, og auðvitað hélt maður að draumurinn væri úti hjá Uruguay þegar Suarez varði á línu á síðustu andartökum framlengingar og fékk rautt spjald og víti. Draumur hvers knattspyrnumanns er að tryggja liði sínu sigur á síðustu sekúndunum á HM. Asamoah Gyan fékk tækifæri til að upplifa þennan draum en draumurinn varð að martröð. Hann skaut í þverslá og yfir. Uruguay vann svo vítakeppnina og Suarez var því eftir allt saman bjargvættur. Hinn 24 ára markvörður Uruguay, Muslera, varði tvö víti og hann gerði það snilldarlega, giskaði ekki á horn, heldur beið eftir skotinu og skutlaði sér svo. Í mínum huga hefur hann staðið sig best af markvörðum keppninnar en hann átti líka frábæra leiki í riðlakeppninni. Það er ótrúlegt að þessi litla þjóð sem telur 3,5 milljónir skuli vera búin að ná þetta langt og að hún skuli eiga sér svo merka sögu á HM sem raun ber vitni.
Holland og Uruguay munu svo mætast í undanúrslitum og fyrst Holland vann Brasilíu hlýtur maður að ætla að þeir séu sigurstranglegri. Ég ætla samt að halda með lítilmagnanum í þeim leik.
![]() |
Úrúgvæ vann Gana í vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2010 | 17:12
Aurskriður
Það rigndi heil ósköp hér í gær og í nótt. Búlandsá þessi tæra bergvatnsá sem veitt hefur okkur Djúpavogsbúum neysluvatn um árabil hefur sjaldan verið jafn skítug og í dag, en hún var kolmórauð vegna aurskriðu sem féll í hana í nótt og blessað kranavatnið var eftir því, fremur kaffilitað. Þegar ég kíkti inn á Búlandsdal í dag voru starfsmenn í óða önn við að hreinsa upp grjót og aur úr árfarveginum. En það féllu fleiri skriður í nótt ein kom niður úr Dysinni og önnur lítil framan úr Búlandstindinum. Berufjörðurinn var gráleitur sökum ferskvatnslags sem var í yfirborðinu svo skilst mér að þjóðvegur 1 um Hvalnesskriðurnar hafi lokast um tíma í gær vega hruns en það er nú svo sem ekki neitt sérstaklega fréttnæmt. Hér má sjá smá sýnishorn af Búlandsánni, hreinsunarstörfum og hinum skriðunum tveimur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 21:43
HM 28. júní.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 09:49
Blikutrefjar
Veðrið er svo sannarlega búið að leika við okkur hér á Austurlandinu mest allan júní. Í gærkvöld var lognið algjört og óvenju mikið var af svokölluðum blikutrefjum á vesturhimninum.
Blikutrefjar eru:
- Algengasta tegund skýja.
- Kallast líka blikufjaðrir, vatnsklær, klósigar.
- Á ensku kallast þau Cirrus.
- Stundum líka kölluð Mares tales eða merartögl.
- Eru yfirleitt tákn um gott veður.
- Tilheyra flokki háskýja.
- Eru í 3000 - 18000 m hæð, hæst við miðbaug og lægst við pólana.
Vonandi helst þessi veðurblíða fram eftir sumri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar